Lífið

Muse á toppnum

Hljómsveitin Muse á besta gítarriff áratugarins.
Hljómsveitin Muse á besta gítarriff áratugarins.
Besta gítarriff áratugarins er að finna í laginu Plug In Baby með bresku rokksveitinni Muse, samkvæmt nýrri skoðanakönnun tímaritsins Total Guitar. Lagið er á plötunni Origin of Symmetry frá árinu 2001. „Ég held að Muse hafi unnið vegna þess að Matt Bellamy er gítarhetja 21. aldarinnar. Hann er virkilega frumlegur náungi sem getur samið einstök gítarriff. Það skemmir ekki fyrir að gítarriffin eru líka grípandi. Muse náði einnig fimmta sætinu í könnuninni með lagið Knigths of Cydonia sem er á plötunni Black Holes and Revelations. Í öðru sæti í könnuninni lenti Velvet Revolver og í því þriðja varð Avenged Sevenfold.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.