Frakkar treysta Íslendingum 16. febrúar 2010 06:00 Friðrik Rafnsson skrifar um orðstír Íslands Enda þótt afmörkuð stétt manna hafi stundað þá fjárglæfrastarfsemi sem hér var látin viðgangast í nafni viðskiptafrelsis undanfarin ár, með afleiðingum sem allir þekkja, hefur sjálfsmynd hins venjulega Íslendings laskast verulega. Það er hins vegar hreinn óþarfi og gerir bara illt verra.SjálfspíningTónninn í fólki hefur undanfarna mánuði einkennst af undarlegri sektarkennd. Við afneituninni í upphafi hefur tekið ofurvirk sektarkennd sem stundum minnir á sjálfspíningu eins og þá sem stunduð er á Filippseyjum á páskum, eins og erlend vinkona mín benti á. Eða yfirgengileg fyrirgefningarþörf sem m.a. hefur birst í því að leyfa einum helsta höfuðpaurnum að eiga eitt stykki íslenskt skipafélag. Það er eins og þjóðin hafi sveiflast úr oflæti í þunglyndi, áður hafi hún verið þjóða æðislegust en sé nú sú ömurlegasta. Getur ekki verið að raunveruleikinn sé einhvers staðar þar á milli? Vörumst alhæfingarÞví hefur verið haldið mjög að Íslendingum að litið sé á þá sem braskara erlendis. Það kann vel að vera að svo sé í Hollandi og Bretlandi, og ef til vill Danmörku, vegna einkasvikamyllunnar Icesave sem nú virðist eiga að breyta í opinberar skuldir. Það litla sem ég þekki til þar meðal almennra borgara er hins vegar að almenningur greini vel milli Íslendinga almennt og þeirra fjárglæframanna sem settu allt á annan endann hér. Rétt eins og þegar við hugsum til Ítala. Þótt mafíustarfsemi og spilling sé landlæg þar dettur engum heilvita manni í hug að stimpla alla Ítali, þetta yndislega fólk, sem mafíósa. Hér hefur verið talað um að „við" höfum gert þetta og hitt, þegar það var þröngur hópur sem skaraði eld að eigin köku með ýmsum mislöglegum hætti eins og þær rannsóknir sem nú er unnið að eiga vonandi eftir að leiða í ljós. Íslendingar njóta trausts í FrakklandiUndanfarna sjö mánuði hef ég verið með annan fótinn í Frakklandi vegna viðskipta og ýmiskonar menningarsamstarfs. Í þessum ferðum hef ég hitt fjölda manns úr ýmsum starfsgreinum, bæði úr opinbera geiranum og viðskiptalífinu, hátt setta menn og lægra setta, víða í Frakklandi. Ég hef með öðrum orðum hitt og átt samskipti við það sem mætti kalla einhvers konar þversnið frönsku þjóðarinnar. Alls staðar hefur mér og þeim Íslendingum sem með mér hafa verið í för verið tekið opnum örmum, menn hafa greitt götu okkar, opnað dyr og komið á samböndum, oft algerlega að eigin frumkvæði. Ekki hefur vottað fyrir tortryggni eða efasemdum í okkar garð sem Íslendinga. Þvert á móti hefur þjóðernið verið okkur til framdráttar og litið á okkur sem framsækna, tæknivædda menningarþjóð sem býr í undralandi sem alla dreymir um að fara til.Einu spurningarnar varðandi efnahagshrunið hafa eðli málsins samkvæmt komið frá bankamönnum, en það hefur þá frekar verið faglegur áhugi og forvitni sem í mesta lagi hefur birst í spurningunni: „Hvers vegna var þetta látið viðgangast? Hvernig gengur ykkur að koma lögum yfir þessa menn?"Síðan hafa þeir vikið talinu að öðru og stundum greinilega hálf skammast sín fyrir að tilheyra sömu stétt og hinir meintu íslensku fjármálasnillingar, svikamyllustjórarnir.Víkkum sjóndeildarhringinnÁstæða þess að við njótum þessa góða orðspors í Frakklandi þrátt fyrir allt er meðal annars sú að íslensku fjárglæframennirnir stunduðu ekki iðju sínar þar nema að litlu leyti (Landsbankinn var með lítilsháttar starfsemi) og náðu ekki að eitra jafn mikið út frá sér eins og í Bretlandi og Hollandi. Því er mikilvægt nú þegar endurreisnarstarf er framundan að víkka sjóndeildarhringinn og horfa víðar en gert hefur verið. Frakkland og allur frönskumælandi heimurinn (Frakkland, hluti Belgíu, Sviss, Kanada, Norður-Afríka, o.s.frv.) er því sem næst óplægður akur fyrir íslensk fyrirtæki. Við eigum fjöldann allan af ágætlega menntuðu fólki sem bæði talar og skrifar frönsku og fjölmarga hollvini í þessum löndum. Tækifærin eru því óteljandi. Grípum þau. Höfundur er verkefnisstjóri og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Friðrik Rafnsson skrifar um orðstír Íslands Enda þótt afmörkuð stétt manna hafi stundað þá fjárglæfrastarfsemi sem hér var látin viðgangast í nafni viðskiptafrelsis undanfarin ár, með afleiðingum sem allir þekkja, hefur sjálfsmynd hins venjulega Íslendings laskast verulega. Það er hins vegar hreinn óþarfi og gerir bara illt verra.SjálfspíningTónninn í fólki hefur undanfarna mánuði einkennst af undarlegri sektarkennd. Við afneituninni í upphafi hefur tekið ofurvirk sektarkennd sem stundum minnir á sjálfspíningu eins og þá sem stunduð er á Filippseyjum á páskum, eins og erlend vinkona mín benti á. Eða yfirgengileg fyrirgefningarþörf sem m.a. hefur birst í því að leyfa einum helsta höfuðpaurnum að eiga eitt stykki íslenskt skipafélag. Það er eins og þjóðin hafi sveiflast úr oflæti í þunglyndi, áður hafi hún verið þjóða æðislegust en sé nú sú ömurlegasta. Getur ekki verið að raunveruleikinn sé einhvers staðar þar á milli? Vörumst alhæfingarÞví hefur verið haldið mjög að Íslendingum að litið sé á þá sem braskara erlendis. Það kann vel að vera að svo sé í Hollandi og Bretlandi, og ef til vill Danmörku, vegna einkasvikamyllunnar Icesave sem nú virðist eiga að breyta í opinberar skuldir. Það litla sem ég þekki til þar meðal almennra borgara er hins vegar að almenningur greini vel milli Íslendinga almennt og þeirra fjárglæframanna sem settu allt á annan endann hér. Rétt eins og þegar við hugsum til Ítala. Þótt mafíustarfsemi og spilling sé landlæg þar dettur engum heilvita manni í hug að stimpla alla Ítali, þetta yndislega fólk, sem mafíósa. Hér hefur verið talað um að „við" höfum gert þetta og hitt, þegar það var þröngur hópur sem skaraði eld að eigin köku með ýmsum mislöglegum hætti eins og þær rannsóknir sem nú er unnið að eiga vonandi eftir að leiða í ljós. Íslendingar njóta trausts í FrakklandiUndanfarna sjö mánuði hef ég verið með annan fótinn í Frakklandi vegna viðskipta og ýmiskonar menningarsamstarfs. Í þessum ferðum hef ég hitt fjölda manns úr ýmsum starfsgreinum, bæði úr opinbera geiranum og viðskiptalífinu, hátt setta menn og lægra setta, víða í Frakklandi. Ég hef með öðrum orðum hitt og átt samskipti við það sem mætti kalla einhvers konar þversnið frönsku þjóðarinnar. Alls staðar hefur mér og þeim Íslendingum sem með mér hafa verið í för verið tekið opnum örmum, menn hafa greitt götu okkar, opnað dyr og komið á samböndum, oft algerlega að eigin frumkvæði. Ekki hefur vottað fyrir tortryggni eða efasemdum í okkar garð sem Íslendinga. Þvert á móti hefur þjóðernið verið okkur til framdráttar og litið á okkur sem framsækna, tæknivædda menningarþjóð sem býr í undralandi sem alla dreymir um að fara til.Einu spurningarnar varðandi efnahagshrunið hafa eðli málsins samkvæmt komið frá bankamönnum, en það hefur þá frekar verið faglegur áhugi og forvitni sem í mesta lagi hefur birst í spurningunni: „Hvers vegna var þetta látið viðgangast? Hvernig gengur ykkur að koma lögum yfir þessa menn?"Síðan hafa þeir vikið talinu að öðru og stundum greinilega hálf skammast sín fyrir að tilheyra sömu stétt og hinir meintu íslensku fjármálasnillingar, svikamyllustjórarnir.Víkkum sjóndeildarhringinnÁstæða þess að við njótum þessa góða orðspors í Frakklandi þrátt fyrir allt er meðal annars sú að íslensku fjárglæframennirnir stunduðu ekki iðju sínar þar nema að litlu leyti (Landsbankinn var með lítilsháttar starfsemi) og náðu ekki að eitra jafn mikið út frá sér eins og í Bretlandi og Hollandi. Því er mikilvægt nú þegar endurreisnarstarf er framundan að víkka sjóndeildarhringinn og horfa víðar en gert hefur verið. Frakkland og allur frönskumælandi heimurinn (Frakkland, hluti Belgíu, Sviss, Kanada, Norður-Afríka, o.s.frv.) er því sem næst óplægður akur fyrir íslensk fyrirtæki. Við eigum fjöldann allan af ágætlega menntuðu fólki sem bæði talar og skrifar frönsku og fjölmarga hollvini í þessum löndum. Tækifærin eru því óteljandi. Grípum þau. Höfundur er verkefnisstjóri og þýðandi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun