Innlent

Forseti náðaði veikan smyglara

Mynd/GVA

Forseti Íslands náðaði í desember Þjóðverja á sjötugsaldri sem í janúar í fyrra var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að flytja rúm 20 kíló af hassi og 1,7 kíló af amfetamíni til Íslands. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Maðurinn flutti efnin til landsins falin í bíl í Norrænu haustið 2008. Síðasta sumar fékk maðurinn heilablóðfall og dvaldi í á annan mánuð á sjúkrahúsi. Vegna ástands mannsins mælti náðunarnefnd með því að hann yrði náðaður. Á það var fallist. Maðurinn er snúinn aftur til Þýskalands, en náðuninni fylgdi endurkomubann. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×