Innlent

Var ekki að sinna skyldustörfum

Valur Grettisson skrifar
Maðurinn var ekki að sinna skyldustörfum þegar glæpurinn á að hafa átt sér stað.
Maðurinn var ekki að sinna skyldustörfum þegar glæpurinn á að hafa átt sér stað.

Ríkislögreglustjóri vék lögreglumanni úr starfi í október síðastliðnum eftir að ríkissaksóknari ákvað að höfða sakamál á hendur manninum sem rekið er fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Brotin áttu sér því stað á Norðurlandinu.

Í svörum frá yfirlögregluþjóni Ríkislögreglustjórans, Guðmunds Guðjónssonar, þá var lögreglumaðurinn ekki að sinna skyldustörfum þegar meint brot eiga að hafa átt sér stað.

DV.is greindi frá því í gær að lögreglumaðurinn hefði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Ekki er ljóst hvar eða hvenær atvikið á að hafa átt sér stað en réttarhöld í kynferðisbrotamálum eru lokuð almenningi.

Aðalmeðferð málsins er lokið samkvæmt DV og því má vænta dómsniðurstöðu á næstu vikum.


Tengdar fréttir

Lögreglumanni vikið úr starfi vegna meints kynferðisbrots

„Það er rétt að lögreglumanni hefur verið vikið úr starfi tímabundið en ég tjái mig ekki um hitt,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra en samkvæmt fréttavef DV þá hefur lögreglumaður verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart unglingsstúlku á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×