Lífið

Stones á toppnum

Gömlu mennirnir eru enn vinsælir. Frá vinstri eru Mick Jagger, Ron Wood, Keith Richards og Charlie Watts.
Gömlu mennirnir eru enn vinsælir. Frá vinstri eru Mick Jagger, Ron Wood, Keith Richards og Charlie Watts.

Breska rokksveitin The Rolling Stones á vinsælustu plötuna í Bretlandi í fyrsta skipti í 16 ár. Um er að ræða endurútgáfu á hinni vinsælu plötu Exile On Main Street. Platan kom fyrst út árið 1972 en er nú endurútgefin með áður óútgefnum lögum. Það var árið 1994 sem Stones komst síðast á toppinn í Bretlandi, þá með Voodoo Lounge.

Exile On Main Street er endurútgefin vegna útgáfu á heimildarmynd um gerð plötunnar. „Þessar vinsældir sanna að tónlist Stones er jafn öflug í dag og þegar hún var samin,“ segir David Joseph, stjórnarformaður Universal í Bretlandi, útgáfufyrirtækis The Rolling Stones.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.