Icesave og ríkisábyrgð 16. febrúar 2010 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Í grein í Morgunblaðinu 13. febrúar fullyrðir Kristinn Gunnarsson fv. alþingismaður að íslenzk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Hann segir: „Hún (Eva Joly) telur að ríkið beri enga ábyrgð á Icesave-innstæðunum. Þar er hún í andstöðu við álit Evrópusambandsins, allra 27 landa þess og Noregs að auki. Mér er ekki kunnugt um að Evrópuþingið hafi tekið undir skoðun Evu Joly. Hún ber fram skoðun á lögum og reglum sem enginn þessara aðila tekur undir. Íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni." Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild. Enn sem komið er hefur enginn bent á skýran lagastað fyrir slíkri ábyrgð, hvorki talsmenn Evrópusambandsins, Evrópuþingsins né Norðmanna. Hafi það verið gert hefur því ekki verið haldið á lofti. En þegar lagastaði skortir hefur umræðan beinzt að yfirlýsingum íslenzkra stjórnvalda og á það leggur Kristinn áherzlu í tilvitnuðum texta sem mætti þó vera betur rökstuddur. Nú er komið að honum að bæta úr og tilgreina nákvæmlega og undandráttarlaust yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbinda íslenzka ríkið til að takast á hendur umrædda ábyrgð og í hvaða samhengi þær hafi verið gefnar. Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þarf Kristinn að hafa í huga þegar hann leggur fram yfirlýsingarnar. Einnig verður hann að hafa í huga að yfirlýsingar sem gefnar eru í tengslum við samningaferli eru ekki bindandi ef samningar takast ekki, svo sem ef upp úr slitnar, ef Alþingi hafnar eða er í óvissu við synjun forseta. Ég vona að Kristinn svari hér undanbragðalaust. Hitt er annað mál að vel má vera að eftirlitskerfi hér á landi hafi brugðizt, og því kunni að fylgja bótaskylda. En eins og margsinnis hefur verið bent á eiga þar aðrir einnig hlut að máli, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið. En álitamál sem að þessu lúta koma sérstökum skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingum ekkert við. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Í grein í Morgunblaðinu 13. febrúar fullyrðir Kristinn Gunnarsson fv. alþingismaður að íslenzk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Hann segir: „Hún (Eva Joly) telur að ríkið beri enga ábyrgð á Icesave-innstæðunum. Þar er hún í andstöðu við álit Evrópusambandsins, allra 27 landa þess og Noregs að auki. Mér er ekki kunnugt um að Evrópuþingið hafi tekið undir skoðun Evu Joly. Hún ber fram skoðun á lögum og reglum sem enginn þessara aðila tekur undir. Íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni." Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild. Enn sem komið er hefur enginn bent á skýran lagastað fyrir slíkri ábyrgð, hvorki talsmenn Evrópusambandsins, Evrópuþingsins né Norðmanna. Hafi það verið gert hefur því ekki verið haldið á lofti. En þegar lagastaði skortir hefur umræðan beinzt að yfirlýsingum íslenzkra stjórnvalda og á það leggur Kristinn áherzlu í tilvitnuðum texta sem mætti þó vera betur rökstuddur. Nú er komið að honum að bæta úr og tilgreina nákvæmlega og undandráttarlaust yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbinda íslenzka ríkið til að takast á hendur umrædda ábyrgð og í hvaða samhengi þær hafi verið gefnar. Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þarf Kristinn að hafa í huga þegar hann leggur fram yfirlýsingarnar. Einnig verður hann að hafa í huga að yfirlýsingar sem gefnar eru í tengslum við samningaferli eru ekki bindandi ef samningar takast ekki, svo sem ef upp úr slitnar, ef Alþingi hafnar eða er í óvissu við synjun forseta. Ég vona að Kristinn svari hér undanbragðalaust. Hitt er annað mál að vel má vera að eftirlitskerfi hér á landi hafi brugðizt, og því kunni að fylgja bótaskylda. En eins og margsinnis hefur verið bent á eiga þar aðrir einnig hlut að máli, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið. En álitamál sem að þessu lúta koma sérstökum skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingum ekkert við. Höfundur er prófessor í lögum.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar