Icesave og ríkisábyrgð 16. febrúar 2010 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Í grein í Morgunblaðinu 13. febrúar fullyrðir Kristinn Gunnarsson fv. alþingismaður að íslenzk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Hann segir: „Hún (Eva Joly) telur að ríkið beri enga ábyrgð á Icesave-innstæðunum. Þar er hún í andstöðu við álit Evrópusambandsins, allra 27 landa þess og Noregs að auki. Mér er ekki kunnugt um að Evrópuþingið hafi tekið undir skoðun Evu Joly. Hún ber fram skoðun á lögum og reglum sem enginn þessara aðila tekur undir. Íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni." Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild. Enn sem komið er hefur enginn bent á skýran lagastað fyrir slíkri ábyrgð, hvorki talsmenn Evrópusambandsins, Evrópuþingsins né Norðmanna. Hafi það verið gert hefur því ekki verið haldið á lofti. En þegar lagastaði skortir hefur umræðan beinzt að yfirlýsingum íslenzkra stjórnvalda og á það leggur Kristinn áherzlu í tilvitnuðum texta sem mætti þó vera betur rökstuddur. Nú er komið að honum að bæta úr og tilgreina nákvæmlega og undandráttarlaust yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbinda íslenzka ríkið til að takast á hendur umrædda ábyrgð og í hvaða samhengi þær hafi verið gefnar. Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þarf Kristinn að hafa í huga þegar hann leggur fram yfirlýsingarnar. Einnig verður hann að hafa í huga að yfirlýsingar sem gefnar eru í tengslum við samningaferli eru ekki bindandi ef samningar takast ekki, svo sem ef upp úr slitnar, ef Alþingi hafnar eða er í óvissu við synjun forseta. Ég vona að Kristinn svari hér undanbragðalaust. Hitt er annað mál að vel má vera að eftirlitskerfi hér á landi hafi brugðizt, og því kunni að fylgja bótaskylda. En eins og margsinnis hefur verið bent á eiga þar aðrir einnig hlut að máli, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið. En álitamál sem að þessu lúta koma sérstökum skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingum ekkert við. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Í grein í Morgunblaðinu 13. febrúar fullyrðir Kristinn Gunnarsson fv. alþingismaður að íslenzk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Hann segir: „Hún (Eva Joly) telur að ríkið beri enga ábyrgð á Icesave-innstæðunum. Þar er hún í andstöðu við álit Evrópusambandsins, allra 27 landa þess og Noregs að auki. Mér er ekki kunnugt um að Evrópuþingið hafi tekið undir skoðun Evu Joly. Hún ber fram skoðun á lögum og reglum sem enginn þessara aðila tekur undir. Íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni." Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild. Enn sem komið er hefur enginn bent á skýran lagastað fyrir slíkri ábyrgð, hvorki talsmenn Evrópusambandsins, Evrópuþingsins né Norðmanna. Hafi það verið gert hefur því ekki verið haldið á lofti. En þegar lagastaði skortir hefur umræðan beinzt að yfirlýsingum íslenzkra stjórnvalda og á það leggur Kristinn áherzlu í tilvitnuðum texta sem mætti þó vera betur rökstuddur. Nú er komið að honum að bæta úr og tilgreina nákvæmlega og undandráttarlaust yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbinda íslenzka ríkið til að takast á hendur umrædda ábyrgð og í hvaða samhengi þær hafi verið gefnar. Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þarf Kristinn að hafa í huga þegar hann leggur fram yfirlýsingarnar. Einnig verður hann að hafa í huga að yfirlýsingar sem gefnar eru í tengslum við samningaferli eru ekki bindandi ef samningar takast ekki, svo sem ef upp úr slitnar, ef Alþingi hafnar eða er í óvissu við synjun forseta. Ég vona að Kristinn svari hér undanbragðalaust. Hitt er annað mál að vel má vera að eftirlitskerfi hér á landi hafi brugðizt, og því kunni að fylgja bótaskylda. En eins og margsinnis hefur verið bent á eiga þar aðrir einnig hlut að máli, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið. En álitamál sem að þessu lúta koma sérstökum skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingum ekkert við. Höfundur er prófessor í lögum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun