Innlent

Ólafur sér ekki eftir ákvörðuninni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson sér ekki eftir ákvörðun sinni.
Ólafur Ragnar Grímsson sér ekki eftir ákvörðun sinni.
Ólafur Ragnar Grímsson viðurkennir að ákvörðun hans um að synja Icesave lögunum staðfestingar hafi orsakað upplausn.

Í samtali við Financial Times segist forsetinn hins vegar ekki sjá eftir ákvörðun sinni. Íslenska stjórnarskráin byggi á þeirri forsendu að fólk hafi sjálfstæði.

„Það er hlutverk forsetans að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga," segir Ólafur Ragnar. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að almenningur í Bretlandi og Hollandi og pólitískir leiðtogar þar myndu skilja að þjóðaratkvæðagreiðsla væri lýðræðisleg leið til að takast á við málið.

Þá hafnaði Ólafur Ragnar þeim vangaveltum að annaðhvort hann eða ríkisstjórnin þyrftu að segja af sér vegna málsins. „Samkvæmt stjórnarskránni á atkvæðagreiðslan að snúast um ákveðið málefni, en ekki um tilvist tiltekinnar ríkisstjórnar eða forseta,“ segir Ólafur Ragnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×