Innlent

Fylgjast grannt með gangi mála á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Icesave frumvarpið var samþykkt á Alþingi á miðvikudaginn. Mynd/ Einar.
Icesave frumvarpið var samþykkt á Alþingi á miðvikudaginn. Mynd/ Einar.
Erlendir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með framgangi Icesave málsins eftir að Alþingi samþykkti lögin á miðvikudag. Á fréttavef Daily Telegraph er sagt frá því að forsetinn muni í dag hitta forsvarsmenn Indefence hópsins. Indefence hefur safnað hátt í 60 þúsund undirskriftum til þess að hvetja forsetann til þess að synja Icesave lögunum staðfestingar þannig að kosið verði um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Telegraph segir að ef þetta verði geti það orðið til þess að ljótar diplómatískar deilur blossi upp að nýju og að lánasamningi Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn yrði stefnt í hættu.

Financial Times segir að þessi viðbrögð forsetans veki efasemdir um samning sem sé álitinn nauðsynlegur til þess að Ísland geti gengið í Evrópusambandið og að efnahagáætlun ríkisstjórnar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gangi eftir.

Danska ríkisútvarpið segir einnig að málið geti stefnt mögulegri inngöngu Íslands í ESB í hættu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×