Íslenskt smjör og skyr: „I love it“ Guðni Ágústsson skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Engum Íslendingi blandast hugur um að gæði matvæla frá íslenskum bændum eru einstök. Engum blandast heldur hugur um að sérstaða hvort sem um er að ræða mjólkurvörur eða kjöt er mikil, hvað varðar öryggi neytenda, hollustu eða bragðgæði. Enda viðurkenna neytendur okkar íslenskan landbúnað, engir bændur eiga sér jafn tryggan heimamarkað og þakkláta viðskiptavini. Í skoðanakönnun síðasta vetur svöruðu 96% landsmanna því játandi að þeir teldu að það skipti miklu að landbúnaðurinn í landinu héldi velli og væri stundaður áfram. Þá á ég við þá sem svöruðu að það skipti öllu máli, mjög miklu máli eða frekar miklu máli. Sama niðurstaða kom fram, eða 96% þeirra sem spurðir voru í þessari könnun, hvort það skipti máli fyrir Ísland að vera ekki öðrum þjóðum háð með landbúnaðarafurðir. Jafnframt vakti athygli sá mikli stuðningur við að ríkið styddi við landbúnaðarframleiðsluna en um 77% aðspurða voru þeirrar skoðunar. Sannarlega er mikil ánægja með það holla matarborð sem bændurnir skila í gegnum sínar iðnaðarstöðvar inn í hvert eldhús. Nýjungar og vöruþróun mjólkuriðnaðarins er mikil og hefur ekkert gefið eftir í erfiðleikum þjóðarinnar síðustu misseri. Jafnframt skiptir fjölskyldan á bóndabýlinu miklu máli í vinskap neytandans og ekki síður þegar farið er um landið. Smjörklípa til USAOft finnst mér að þessum lífsgæðum sé ekki mikið hampað í umræðunni. Við eigum auðlindir til lands og sjávar sem skila okkur einstökum lífsgæðum í gegnum starf bóndans og sjómannsins. Alltaf vekur það svo ánægju og eflir stolt okkar þegar gestir okkar erlendis frá lýsa einstakri hrifningu á Íslandi eða matnum frá okkur. Þessu eigum við að venjast með fiskinn, en í vaxandi mæli með lambakjötið sem bestu villibráðina og mjólkurvörurnar eru lofsamaðar víða erlendis ekki síst skyr og smjör. Eitt kvöldið sem oftar horfði ég á Ísland í dag á Stöð tvö. Þar var fréttamaðurinn kominn til Parísar að ræða við heimsfræga leikara, einn þeirra leikur stórt hlutverk í „facebook“-kvikmynd, Jesse Eisenberg að nafni – ungur strákur og brattur. Leikarinn sneri allt í einu hlutverkunum við og tók að spyrja Íslendinginn spurninga og þar á meðal að hann hefði sannfrétt, að á Íslandi væri framleitt besta smjör heimsins! Hann bað Sindra Sindrason fréttamann að senda sér smjörklípu til Bandaríkjanna, fiskisagan flýgur. Íslenskt smjör vekur nefnilega mikla athygli. Það er mjúkt og gult á litinn, ólíkt öllu öðru smjöri og einnig að efnasamsetningu. Og það er talið hollara. Meistarakokkar heimsins hafa útnefnt smjörið okkar besta smjörið í veröldinni, stundum kemur frægðin að utan. Skyrið fer sigurförÞað sama á við um skyrið, þekkingu sem Íslendingar hafa varðveitt í ellefu hundruð ár og þykir lostæti, t.d. í hinum dýru hágæða búðum Bandaríkjanna Whole-Foods ásamt smjörinu, ostunum, lambakjötinu, bleikjunni og súkkulaðinu góða frá Nóa Síríus, þeir nota nefnilega íslensku mjólkina í góðgætið. Bandaríkjamennirnir segja „I love it“. Þeir kunna að meta gæðin frá íslenska bóndanum eins og við. Enn fremur hef ég haft spurnir af því að íslenskt skyr hafi verið borðað í Hvíta húsinu og forsetinn Obama hafi smakkað þessa hollu afurð. Það er stórt nafn Hákot og þeim þykir það merkilegt mörgum í Evrópu að íslenskur landbúnaður sé kominn inn í þessar búðir og starf bóndans á Íslandi sé dásamað þar. Allt þetta stafar af því að við rekum sjálfbær fjölskyldubú, förum vel með dýrin og landið. ESB-löndin vilja ólm styrkja sín landbúnaðarviðskipti í Bandaríkjunum ekki síst til að fá dollara og styrkja þannig sinn gjaldmiðil, evruna. Við kunnum vonandi enn betur á síðustu og erfiðustu tímum að meta það öryggi að eiga okkar landbúnað sjálf. Í dag hefði skort gjaldeyri hefði verið dregið úr framleiðslu landbúnaðarvara hér og þurft að flytja inn mjólkurvörur og kjöt eins og hávær krafa var um af hálfu ákveðinna afla í þjóðfélaginu. Bændurnir okkar, í gegnum mjólkur- og kjötiðnaðinn, skapa þúsundum manna vinnu. Við eigum að verja þessi störf og þakka mjög framsækinn matvælaiðnað sem stenst alla samkeppni og er í fremstu röð hvar sem meistarakokkar koma saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Engum Íslendingi blandast hugur um að gæði matvæla frá íslenskum bændum eru einstök. Engum blandast heldur hugur um að sérstaða hvort sem um er að ræða mjólkurvörur eða kjöt er mikil, hvað varðar öryggi neytenda, hollustu eða bragðgæði. Enda viðurkenna neytendur okkar íslenskan landbúnað, engir bændur eiga sér jafn tryggan heimamarkað og þakkláta viðskiptavini. Í skoðanakönnun síðasta vetur svöruðu 96% landsmanna því játandi að þeir teldu að það skipti miklu að landbúnaðurinn í landinu héldi velli og væri stundaður áfram. Þá á ég við þá sem svöruðu að það skipti öllu máli, mjög miklu máli eða frekar miklu máli. Sama niðurstaða kom fram, eða 96% þeirra sem spurðir voru í þessari könnun, hvort það skipti máli fyrir Ísland að vera ekki öðrum þjóðum háð með landbúnaðarafurðir. Jafnframt vakti athygli sá mikli stuðningur við að ríkið styddi við landbúnaðarframleiðsluna en um 77% aðspurða voru þeirrar skoðunar. Sannarlega er mikil ánægja með það holla matarborð sem bændurnir skila í gegnum sínar iðnaðarstöðvar inn í hvert eldhús. Nýjungar og vöruþróun mjólkuriðnaðarins er mikil og hefur ekkert gefið eftir í erfiðleikum þjóðarinnar síðustu misseri. Jafnframt skiptir fjölskyldan á bóndabýlinu miklu máli í vinskap neytandans og ekki síður þegar farið er um landið. Smjörklípa til USAOft finnst mér að þessum lífsgæðum sé ekki mikið hampað í umræðunni. Við eigum auðlindir til lands og sjávar sem skila okkur einstökum lífsgæðum í gegnum starf bóndans og sjómannsins. Alltaf vekur það svo ánægju og eflir stolt okkar þegar gestir okkar erlendis frá lýsa einstakri hrifningu á Íslandi eða matnum frá okkur. Þessu eigum við að venjast með fiskinn, en í vaxandi mæli með lambakjötið sem bestu villibráðina og mjólkurvörurnar eru lofsamaðar víða erlendis ekki síst skyr og smjör. Eitt kvöldið sem oftar horfði ég á Ísland í dag á Stöð tvö. Þar var fréttamaðurinn kominn til Parísar að ræða við heimsfræga leikara, einn þeirra leikur stórt hlutverk í „facebook“-kvikmynd, Jesse Eisenberg að nafni – ungur strákur og brattur. Leikarinn sneri allt í einu hlutverkunum við og tók að spyrja Íslendinginn spurninga og þar á meðal að hann hefði sannfrétt, að á Íslandi væri framleitt besta smjör heimsins! Hann bað Sindra Sindrason fréttamann að senda sér smjörklípu til Bandaríkjanna, fiskisagan flýgur. Íslenskt smjör vekur nefnilega mikla athygli. Það er mjúkt og gult á litinn, ólíkt öllu öðru smjöri og einnig að efnasamsetningu. Og það er talið hollara. Meistarakokkar heimsins hafa útnefnt smjörið okkar besta smjörið í veröldinni, stundum kemur frægðin að utan. Skyrið fer sigurförÞað sama á við um skyrið, þekkingu sem Íslendingar hafa varðveitt í ellefu hundruð ár og þykir lostæti, t.d. í hinum dýru hágæða búðum Bandaríkjanna Whole-Foods ásamt smjörinu, ostunum, lambakjötinu, bleikjunni og súkkulaðinu góða frá Nóa Síríus, þeir nota nefnilega íslensku mjólkina í góðgætið. Bandaríkjamennirnir segja „I love it“. Þeir kunna að meta gæðin frá íslenska bóndanum eins og við. Enn fremur hef ég haft spurnir af því að íslenskt skyr hafi verið borðað í Hvíta húsinu og forsetinn Obama hafi smakkað þessa hollu afurð. Það er stórt nafn Hákot og þeim þykir það merkilegt mörgum í Evrópu að íslenskur landbúnaður sé kominn inn í þessar búðir og starf bóndans á Íslandi sé dásamað þar. Allt þetta stafar af því að við rekum sjálfbær fjölskyldubú, förum vel með dýrin og landið. ESB-löndin vilja ólm styrkja sín landbúnaðarviðskipti í Bandaríkjunum ekki síst til að fá dollara og styrkja þannig sinn gjaldmiðil, evruna. Við kunnum vonandi enn betur á síðustu og erfiðustu tímum að meta það öryggi að eiga okkar landbúnað sjálf. Í dag hefði skort gjaldeyri hefði verið dregið úr framleiðslu landbúnaðarvara hér og þurft að flytja inn mjólkurvörur og kjöt eins og hávær krafa var um af hálfu ákveðinna afla í þjóðfélaginu. Bændurnir okkar, í gegnum mjólkur- og kjötiðnaðinn, skapa þúsundum manna vinnu. Við eigum að verja þessi störf og þakka mjög framsækinn matvælaiðnað sem stenst alla samkeppni og er í fremstu röð hvar sem meistarakokkar koma saman.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun