Erlent

Leitin að morðingjanum í Bretlandi: „Læsið hurðum og lokið gluggum“

Morðinginn Raoul Moat sem lögreglan á Bretlandi  hefur nú leitað að í 6 daga án árangurs. Hann er talinn hættulegur almenningi.
Morðinginn Raoul Moat sem lögreglan á Bretlandi hefur nú leitað að í 6 daga án árangurs. Hann er talinn hættulegur almenningi. Myndir/AFP
Lögregla hefur beint því til íbúa bæjarins Rothbury að sýna aðgætni í kjölfar nýjustu yfirlýsinga morðingjans Raoul Moat sem talinn er vera í bænum. Talið er að Raoul ógni almenningi, en upphaflega ætlaði hann að beina skotum sínum að lögreglu. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan að fólk ætti að loka öllum gluggum og læsa hurðum. Þá var fólk kvatt til að vera ekki að þvælast um svæðið að óþörfu.

„Við segjum ykkur að vera nærgætin. Ekki setja ykkur í óþarfa hættu. Við erum í litlu bæjarfélagi hérna svo það er algengt að fólk skilji hurðir og

glugga eftir opna. Það sem við erum að segja er: Læsið hurðum og lokið gluggum," sagði lögreglan í dag.

Breska lögreglan handtók tvo menn í dag sem hún segir að hafi verið í vitorði með Raoul Moat þegar hann særði fyrrverandi unnustu sína og myrti nýjan kærasta hennar. Einnig þegar hann skaut og særði lögreglumann daginn eftir.

Mennirnir eru taldir hafa útvegað honum afsagaða haglabyssu og aðstoðað hann þegar hann var að leita að lögreglumönnum til að myrða.


Tengdar fréttir

Myrti mann fáeinum klukkustundum eftir að hafa öðlast frelsi

Víðtæk leit fer nú fram í norðausturhluta Bretlands af karlmanni sem talinn er hafa myrt mann og sært konu lífshættulega í bænum Gateshead í nótt. Maðurinn heitir Raoul Thomas Moat sat í fangelsi allt þar til í gær þegar hann öðlaðist frelsi. Hann er fyrrverandi kærasti konunnar.

Lögreglan telur sig vera að nálgast morðingjann

Breska lögreglan hefur hert leitina að morðingjanum Raoul Moat. Yfir 100 vopnaðir lögreglumenn leita að Raoul í bænum Rothbury í norðausturhluta Englands. Fylgst er með hverri hreyfingu í bænum, í hraðbönkum, bensínstöðvum og símtölum. Lögreglan telur fyrir víst að Raoul er í nágrenni við bæinn vopnaður eina eða tvær haglabyssur og nóg af skotum.

Skaut lögregluþjón á flóttanum

Maðurinn sem myrti mann fáeinum klukkistundum eftir að eftir að hafa öðlast frelsi fyrir helgi er talinn hafa skotið lögreglumann í Newcastle í morgun.

Hringurinn þrengist um Moat

Lundúnalögreglan hefur sent fjörutíu vopnaða lögreglumenn til Norður-Umbríu til þess að hjálpa til við leit að morðingjanum sem þar leikur lausum hala. Fé hefur verið lagt til höfuðs honum.

Morðingja enn leitað á Englandi

Vopnaðir lögreglumenn í Bretlandi leita enn að manni sem um helgina skaut fyrrverandi kærustu sína, myrti ástmann hennar og skaut lögregluþjón í höfuðið.

Vitorðsmenn morðingja handteknir

Breska lögreglan hefur handtekið tvo menn sem hún segir að hafi verið í vitorði með Raoul Moat þegar hann særði fyrrverandi unnustu sína og myrti nýjan kærasta hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×