Erlent

Vitorðsmenn morðingja handteknir

Óli Tynes skrifar
Vopnaðir lögreglumenn leita Moats.
Vopnaðir lögreglumenn leita Moats. Mynd/AP

Breska lögreglan hefur handtekið tvo menn sem hún segir að hafi verið í vitorði með Raoul Moat þegar hann særði fyrrverandi unnustu sína og myrti nýjan kærasta hennar.

Einnig þegar hann skaut og særði lögreglumann daginn eftir.

Mennirnir eru meðal annars sagðir hafa útvegað honum afsagaða haglabyssu og verið með honum þegar hann var að leita að lögreglumönnum til að myrða.

Mikill fjöldi vopnaðra lögreglumanna er nú í Norður-Umbríu þar sem Moats er leitað.

Leitin hefur staðið í fimm daga, eða síðan Moat skaut unnustuna fyrrverandi og kærustu hans síðastliðinn laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×