Lífið

Uppdópuð í Star Wars

Carrie Fisher. MYND/BANG Showbiz
Carrie Fisher. MYND/BANG Showbiz

Star Wars stjarnan Carrie Fisher hefur viðurkennt opinberlega að hún notaði eiturlyf við tökur á Star Wars myndinni The Empire Strikes Back.

Carrie sem fór með hlutverk prinsessu Leiu í fyrstu þremur Star Wars kvikmyndunum lét hafa eftir sér:

„Við notuðum kókaín við tökur á Empire. Þetta var bara spurning um að komast í vímu."

Carrie ákvað að takast á við vandann og leita sér hjálpar þegar Blues Brothers stjarnan John Belushi dó eftir of stóran eiturlyfjaskammt árið 1982.

„Ég áttaði mig á því að ég tók inn of mikið af eiturlyfjum og þurfti að takast á við fíknina. Þá var ég háð alkohóli og gat ekki haft stjórn á eiturlyfjaneyslunni heldur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.