Innlent

Mótmæla niðurskurði hjá lögreglunni

Félagsfundur Lögreglufélags Vestfjarða, sem haldinn var í gærkvöldi, mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á lögregluliðinu, sem muni hafa í för með sér lakari þjónustu við íbúa og ferðamenn á svæðinu.

Bent er á að þegar sé búið að fækka um eina stöðu vegna niðurskurðar í ár, og við blasi að það verði fækkað um tvær til viðbótar um áramótin.

Það sé sautján prósent fækkun í lögregluliðinu á svæðinu og með þeim mannafla verði settum markmiðum löggæslunnar á svæðinu ekki náð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×