Innlent

Þrír skipta fyrsta vinningi með sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrír voru með allar tölur réttar í lottó í kvöld og fær hver um sig rétt rúmar 12,9 milljónir í vinning. Miðarnir voru seldir i Brúarveitingum í Borgarnesi, í Búðinni í Grímsey og í áskrift.

Fjórir þátttakendur voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fær hver um sig tæpar 134 þúsund krónur.

Lottótölurnar voru 2, 13, 15, 25 og 29. Bónustalan var 11.

Enginn var með fimm Jókertölur réttar í réttri röð en fjórir voru með fjórar tölur réttar í réttri röð.

Jókertölurnar voru 0, 1, 4, 7 og 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×