Frægasti kokkur Íra er íslenskur 11. mars 2010 06:00 Er íslensk Rachel Allen er einn þekktasti kokkur Íra en hún á íslenska móður, Hallfríði Reichenfeld.NordicPhotos/Getty Frægasti sjónvarpskokkur Írlands, Rachel Allen, er íslensk í móðurættina. Þetta kemur fram í viðtali við hana í bandaríska veftímaritinu San Gabriel Valley Tribune. „Ég eldaði ekki mikið heima, mamma sá aðallega um það," segir Rachel í viðtalinu. Eftir nokkra eftirgrennslan Fréttablaðsins kom í ljós að móðir Rachel er Hallfríður Reichenfeld O'Neill sem fluttist ung að árum frá Reykjavík til London og var í listaháskóla þar. Í viðtali við Belfast Telegraph er ástarsaga Hallfríðar rakin en að sögn blaðsins fór hún í stutta helgarferð til Dublin og kynntist þar eiginmanninum Brian O'Neill. Þau hafi strax fellt hugi saman og Hallfríður fluttist til borgarinnar þar sem hún rak fjölda tískuverslana. Reyndar vekur athygli í umræddu viðtali að þar er sérstaklega tekið fram að Rachel sé mótmælandatrúar og að móðir hennar hafi ekki verið ýkja trúuð. Rachel Allen hefur ekki gert mikið úr sínum íslensku ættum en í viðtölum við breska fjölmiðla kemur yfirleitt fram að móðir hennar sé íslensk. Allen hefur gefið út fjöldann allan af matreiðslubókum hjá útgáfunni Harpers Collins í London. Þá hefur hún verið með fjölda sjónvarpsþátta á Good Food Chanel í Bretlandi, skrifar reglulega í bæði tímarit og dagblöð og framleiðir sína eigin línu af bæði borðbúnaði og eldunarútbúnaði á borð við brauðvél. Rachel býr nú ásamt manni sínum og þremur börnum á búgarði sem sérhæfir sig í lífrænt ræktuðum mat en maðurinn hennar rekur tvo veitingastaði. - fgg Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Frægasti sjónvarpskokkur Írlands, Rachel Allen, er íslensk í móðurættina. Þetta kemur fram í viðtali við hana í bandaríska veftímaritinu San Gabriel Valley Tribune. „Ég eldaði ekki mikið heima, mamma sá aðallega um það," segir Rachel í viðtalinu. Eftir nokkra eftirgrennslan Fréttablaðsins kom í ljós að móðir Rachel er Hallfríður Reichenfeld O'Neill sem fluttist ung að árum frá Reykjavík til London og var í listaháskóla þar. Í viðtali við Belfast Telegraph er ástarsaga Hallfríðar rakin en að sögn blaðsins fór hún í stutta helgarferð til Dublin og kynntist þar eiginmanninum Brian O'Neill. Þau hafi strax fellt hugi saman og Hallfríður fluttist til borgarinnar þar sem hún rak fjölda tískuverslana. Reyndar vekur athygli í umræddu viðtali að þar er sérstaklega tekið fram að Rachel sé mótmælandatrúar og að móðir hennar hafi ekki verið ýkja trúuð. Rachel Allen hefur ekki gert mikið úr sínum íslensku ættum en í viðtölum við breska fjölmiðla kemur yfirleitt fram að móðir hennar sé íslensk. Allen hefur gefið út fjöldann allan af matreiðslubókum hjá útgáfunni Harpers Collins í London. Þá hefur hún verið með fjölda sjónvarpsþátta á Good Food Chanel í Bretlandi, skrifar reglulega í bæði tímarit og dagblöð og framleiðir sína eigin línu af bæði borðbúnaði og eldunarútbúnaði á borð við brauðvél. Rachel býr nú ásamt manni sínum og þremur börnum á búgarði sem sérhæfir sig í lífrænt ræktuðum mat en maðurinn hennar rekur tvo veitingastaði. - fgg
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira