Æ fleiri börn á geðdeild 11. mars 2010 06:00 Barna og unglingageðdeild Bið eftir aðstoð hefur lengst eftir efnahagshrunið. Bráðamálum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur fjölgað undanfarna mánuði. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og geðlækninga, segir að það sem af er ári hafi yfir sextíu mál komið til bráðateymis BUGL en allt árið í fyrra voru þau rúmlega 200. Bráðamál eru mál sem tengjast bráðum geðrænum vanda, þau geta tengst miklum skapofsa ungmenna, vanlíðan og í alvarlegustu tilvikum tilraunum til sjálfsvíga. Ólafur segir að á síðasta ári hafi starfsmenn BUGL fundið fyrir auknum þrýstingi á bráðainnlagnir sem jukust um sextán prósent miðað við árið á undan. Hann segir að þar fyrir utan séu málin sem komi til meðferðar á BUGL erfiðari og þyngri. „Við veltum fyrir okkur hér hvort aukinn fjöldi bráðamála sé vísbending um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni," segir Ólafur sem þó segir erfitt að fullyrða um slíkt þar sem ekki séu til rannsóknir um áhrif kreppunnar á börn. „Við getum ekki fullyrt neitt því það er svo margt sem hefur áhrif og það eru oft sveiflur í eftirspurn eftir þjónustu hjá okkur, hún eykst til dæmis á veturna. Hins vegar veltir maður fyrir sér hvort börn sem standa höllum fæti fyrir hafi orðið fyrir barðinu á kreppunni. Við verðum til að mynda vör við það hér að skólarnir eru að skera niður ýmis stuðningsúrræði," segir Ólafur sem bendir einnig á að börn sem standi illa geti farið úr jafnvægi ef fjölskylda þeirra lendir í þrengingum. Ólafur segir biðlista eftir aðstoð BUGL hafa lengst í kreppunni, nú bíði um 100 börn og ungmenni eftir fyrstu innlögn á göngudeild auk þess sem tuttugu til þrjátíu börn bíði eftir innlögn. Hann segir að þó að reynt hafi verið að hlífa deildinni við niðurskurði hafi starfsfólki fækkað því ekki hefur verið ráðið í stað þeirra sem hafa hætt og stöður þeirra sem eru í fæðingarorlofi eru ekki mannaðar að fullu. Í árslok 2008 lauk átaki sem fólst í að eyða biðlistum á BUGL. Ólafur er í hópi fyrirlesara á málþingi Lions sem haldið verður í dag og fjallar um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni. Hann segir að þó að kreppan hafi neikvæð áhrif þá hafi ýmislegt jákvætt fylgt henni einnig. Ýmislegt bendi til að verðmætamat hafi verið orðið brenglað í góðærinu, rannsóknir hafi sýnt að íslensk börn voru einmana og því megi kannski segja að lífsgildin séu að einhverju leyti heilbrigðari núna. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Bráðamálum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur fjölgað undanfarna mánuði. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og geðlækninga, segir að það sem af er ári hafi yfir sextíu mál komið til bráðateymis BUGL en allt árið í fyrra voru þau rúmlega 200. Bráðamál eru mál sem tengjast bráðum geðrænum vanda, þau geta tengst miklum skapofsa ungmenna, vanlíðan og í alvarlegustu tilvikum tilraunum til sjálfsvíga. Ólafur segir að á síðasta ári hafi starfsmenn BUGL fundið fyrir auknum þrýstingi á bráðainnlagnir sem jukust um sextán prósent miðað við árið á undan. Hann segir að þar fyrir utan séu málin sem komi til meðferðar á BUGL erfiðari og þyngri. „Við veltum fyrir okkur hér hvort aukinn fjöldi bráðamála sé vísbending um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni," segir Ólafur sem þó segir erfitt að fullyrða um slíkt þar sem ekki séu til rannsóknir um áhrif kreppunnar á börn. „Við getum ekki fullyrt neitt því það er svo margt sem hefur áhrif og það eru oft sveiflur í eftirspurn eftir þjónustu hjá okkur, hún eykst til dæmis á veturna. Hins vegar veltir maður fyrir sér hvort börn sem standa höllum fæti fyrir hafi orðið fyrir barðinu á kreppunni. Við verðum til að mynda vör við það hér að skólarnir eru að skera niður ýmis stuðningsúrræði," segir Ólafur sem bendir einnig á að börn sem standi illa geti farið úr jafnvægi ef fjölskylda þeirra lendir í þrengingum. Ólafur segir biðlista eftir aðstoð BUGL hafa lengst í kreppunni, nú bíði um 100 börn og ungmenni eftir fyrstu innlögn á göngudeild auk þess sem tuttugu til þrjátíu börn bíði eftir innlögn. Hann segir að þó að reynt hafi verið að hlífa deildinni við niðurskurði hafi starfsfólki fækkað því ekki hefur verið ráðið í stað þeirra sem hafa hætt og stöður þeirra sem eru í fæðingarorlofi eru ekki mannaðar að fullu. Í árslok 2008 lauk átaki sem fólst í að eyða biðlistum á BUGL. Ólafur er í hópi fyrirlesara á málþingi Lions sem haldið verður í dag og fjallar um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni. Hann segir að þó að kreppan hafi neikvæð áhrif þá hafi ýmislegt jákvætt fylgt henni einnig. Ýmislegt bendi til að verðmætamat hafi verið orðið brenglað í góðærinu, rannsóknir hafi sýnt að íslensk börn voru einmana og því megi kannski segja að lífsgildin séu að einhverju leyti heilbrigðari núna. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira