Innlent

Fær bætur greiddar eftir synjun um vist í Lögregluskólanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur Íslands. Mynd/ GVA.
Hæstiréttur Íslands. Mynd/ GVA.
Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða karlmanni 300 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn sótti um að fá að þreyta inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins vorið 2005 en var hafnað þar sem hann fullnægði ekki almennu skilyrði um hámarksaldur.

Maðurinn kærði málið til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu að valnefnd hefði ekki gætt jafnræðis þegar að hún hefði gert upp á milli mannsins og annars umsækjanda við veitingu á undanþágu frá þessu skilyrði.

Héraðsdómur dæmdi manninum 500 þúsund krónur í miskabætur og 1800 þúsund krónur í fjártjón. Hæstiréttur segir hins vegar að þegar litið sé til þess hversu lítill munur sé á mánaðartekjum í því starfi sem D gegndi og þeim störfum sem hann hugsanlega hefði átt kost á innan lögreglunnar á því ári sem um ræddi, sem og þess að engin gögn væru í málinu um hvaða vinnuframlag lægi að baki tekjum mannsins væri talið að honum hefði ekki tekist að sýna fram á að hann hefði orðið fyrir fjártjóni vegna synjunar valnefndar. Skilyrðum skaðabótalaga til greiðslu miskabóta væri hins vegar talið fullnægt og væru þær hæfilega ákveðnar 300 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×