Lífið

Kraftaverk á Hudson-ánni

Harrison Ford er orðaður við hlutverk flugstjórans Chesley Sullenberger.
Harrison Ford er orðaður við hlutverk flugstjórans Chesley Sullenberger. MYND/Getty
Hollywood lét sér ekki nægja að heyra frá ótrúlegu afreki flugmannsins Chesley „Sully“ Sullenberger, en hann lenti bilaðri flugvél á Hudson-ánni í New York í janúar í fyrra. Afrekið bjargaði lífi 155 farþega sem voru um borð í vélinni og hefur gert Sully heimsþekktan.

Undirbúningur fyrir kvikmynd um afrekið er hafinn og hefur myndin hlotið vinnutitilinn Miracle on the Hudson, eða Kraftaverk á Hudson-ánni. Ekki er búið að ráð í hlutverk en Harrison Ford og William H. Macy eru á meðal þeirra sem orðaðir eru við hlutverk flugstjórans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.