Lífið

Baðar sig upp úr ilmvatni

Christina Aguilera. MYND/Cover Media
Christina Aguilera. MYND/Cover Media

Christina Aguilera segir að ilmvötnin hennar láti konum líða vel.

Söngkonan, sem hefur sett saman ilmvötn og markaðssett með frábærum árangri, skilur hvernig konum líður og hvernig þær vilja upplifa sig að eigin sögn.

„Ég sjálf elska þegar mér líður eins og drottningu. Ég vil að það sé dáðst að mér og hugsað vel um mig," sagði Christina spurð um tilfinninguna sem hún vill finna.

Þegar Christina gerir sér dagamun, klæðir sig upp og fer út, setur hún alltaf á sig ilmvatn. Þá setur hún líka ilmvatn út í baðvatnið sitt áður en hún baðar sig.

„Ég set ilmvatn í baðið og líka á mig sjálfa áður en ég fer að sofa. Þá klæðist ég engu nema ilmvatni," viðurkenndi hún og sagði:

„Ilmvatn er eins og skartgripur sem þú getur notað við öll tækfiæri en þú þarft að passa að lyktin passi við fötin sem þú klæðist."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.