Danir furða sig á vinsældum Franks og Caspers á Íslandi 15. desember 2010 21:00 Klovn: The Movie verður frumsýnd í Danmörku í kvöld og það ríkir mikil eftirvænting meðal Baunverja hvernig þeim Frank og Casper reiðir af á hvíta tjaldinu. Dreifingaraðili myndarinnar telur Klovn vera nýjustu útflutningsvöru Danmerkur. Klovn: The Movie verður, ef að líkum lætur, einn stærsti smellur í sögu danskrar kvikmyndagerðar. Frank Hvam og Casper Christiansen eru kóngar danskrar kómedíu um þessar mundir og fjölmiðlar fylgjast með hverju skrefi þeirra; það varð til að mynda mikið fjölmiðlafár þegar veggspjald myndarinnar birtist en þar sést greinilega í lim Caspers Christiansen þar sem hann liggur umkringdur nöktum konum og karlmannshendi. Að sögn Rikke Ennis, sölustjóra hjá TrustNordisk sem dreifir og selur bæði myndina og þættina fyrir framleiðslufyrirtækið Zentropa, eru Klovn-þættirnir einstakir á Norðurlöndunum. Þetta sé til að mynda fyrsta norræna gamanserían sem sé sýnd samtímis í nágrannalöndunum Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og samveldislöndunum Færeyjum og Grænlandi. Og svo sé það Ísland en Ennis lýsir Klovn-æðinu hér sem ótrúlegu fyrirbæri. „Frank og Casper eru orðnir að hálfgerðum menningarfyrirbærum þar og Klovn-þættirnir eru sagðir vera vinsælli en Twilight," útskýrir Ennis í viðtali við danska blaðið B.T og bætir við að þetta sé algjört brjálæði. Fulltrúi Iceland Express hafi hringt í Casper sjálfan og beðið um leyfi til að sýna þættina í flugi milli Íslands og Ameríku. Þeir Casper og Frank geta ekki kvartað yfir vinsældum sínum, Frank hefur þvælst um alla Danmörku með uppistandssýningu sína og sýnt fyrir fullu hús. Samkvæmt B.T. þénuðu þeir félagar yfir 120 milljónir saman á síðasta ári og lepja því varla dauðann úr skel á næstunni enda má fastlega gera ráð fyrir að kvikmyndin eigi eftir að skila þeim nokkrum krónum í vasann. Klovn: The Movie verður síðan frumsýnd hér á landi 1. janúar og þeir Casper og Frank eru væntanlegir til Íslands þótt ekki liggi fyrir hvort þeir mæti fyrir áramót eða strax á nýju ári. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Klovn: The Movie verður frumsýnd í Danmörku í kvöld og það ríkir mikil eftirvænting meðal Baunverja hvernig þeim Frank og Casper reiðir af á hvíta tjaldinu. Dreifingaraðili myndarinnar telur Klovn vera nýjustu útflutningsvöru Danmerkur. Klovn: The Movie verður, ef að líkum lætur, einn stærsti smellur í sögu danskrar kvikmyndagerðar. Frank Hvam og Casper Christiansen eru kóngar danskrar kómedíu um þessar mundir og fjölmiðlar fylgjast með hverju skrefi þeirra; það varð til að mynda mikið fjölmiðlafár þegar veggspjald myndarinnar birtist en þar sést greinilega í lim Caspers Christiansen þar sem hann liggur umkringdur nöktum konum og karlmannshendi. Að sögn Rikke Ennis, sölustjóra hjá TrustNordisk sem dreifir og selur bæði myndina og þættina fyrir framleiðslufyrirtækið Zentropa, eru Klovn-þættirnir einstakir á Norðurlöndunum. Þetta sé til að mynda fyrsta norræna gamanserían sem sé sýnd samtímis í nágrannalöndunum Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og samveldislöndunum Færeyjum og Grænlandi. Og svo sé það Ísland en Ennis lýsir Klovn-æðinu hér sem ótrúlegu fyrirbæri. „Frank og Casper eru orðnir að hálfgerðum menningarfyrirbærum þar og Klovn-þættirnir eru sagðir vera vinsælli en Twilight," útskýrir Ennis í viðtali við danska blaðið B.T og bætir við að þetta sé algjört brjálæði. Fulltrúi Iceland Express hafi hringt í Casper sjálfan og beðið um leyfi til að sýna þættina í flugi milli Íslands og Ameríku. Þeir Casper og Frank geta ekki kvartað yfir vinsældum sínum, Frank hefur þvælst um alla Danmörku með uppistandssýningu sína og sýnt fyrir fullu hús. Samkvæmt B.T. þénuðu þeir félagar yfir 120 milljónir saman á síðasta ári og lepja því varla dauðann úr skel á næstunni enda má fastlega gera ráð fyrir að kvikmyndin eigi eftir að skila þeim nokkrum krónum í vasann. Klovn: The Movie verður síðan frumsýnd hér á landi 1. janúar og þeir Casper og Frank eru væntanlegir til Íslands þótt ekki liggi fyrir hvort þeir mæti fyrir áramót eða strax á nýju ári. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira