Innlent

Erum á tímabili vaxandi jarðvirkni

Ragnar Stefánsson.
Ragnar Stefánsson. Mynd/E.Ól.

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir vísbendingar um að hafið sé tímabil vaxandi jarðvirkni, frá og með byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar, en að meðaltali skilji um 140 ár að virk og minna virk tímabil.

„Við verðum kannski áfram með tiltölulega mikla virkni næstu tvo til þrjá áratugina," segir hann. „En við þekkjum enga aðra aðferð til að fylgjast með einstökum atburðum en að vera með mjög nákvæmar mælingar á hverri stundu."

Ef gos yrði innan skamms tíma í Heklu segist Ragnar gera ráð fyrir að það yrði smágos, líkt og í síðustu gosum. „En miklu meiri sprengivirkni og aska yrði úr gosi í Kötlu vegna tengsla við vatn þar. Síðan er miklu minni reynsla af gosum í Eyjafjallajökli, en þar höfum við ekki búist við stórgosum. Að mati sumra er það mjög tengd eldstöð við Kötlu."

Norðan við Mýrdalsjökul segir Ragnar svo að sé Eldgjáin sjálf. Engar vísbendingar séu þó um að gos sé þar í vændum. Slíkt yrði mun stærra í sniðum en þau Kötlugos sem þekkist.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×