Handbolti

Fyrsta tap ársins hjá Strákunum okkar - tíu marka tap gegn Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Frakkar tryggðu sér sigur á Hraðmótinu í Bercy-höllinni í París með tíu marka sigri á Íslendingum, 35-25, í úrslitaleiknum. Guðmundur Guðmundsson var aldrei með sterkasta liðið saman inn á í leiknum og lykilmenn hvíldu allan eða stóran hluta leiksins. Ólafur Guðmundsson var markahæstu með sex mörk.

Þetta var fyrsta tap ársins hjá karlalandsliðinu en liðið hafði unnið fyrstu fjóra leiki sína. Það eru síðan aðeins tveir dagar þar til að Evrópumótið hefst í Austurríki.

Frakkar byrjuðu betur og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en íslenska liðið náði að minnka muninn niður í eitt mark áður en Frakkar skoruðu þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiksins og voru 17-13 yfir í hálfleik.

Frakkar skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins og voru síðan komnir níu mörkum yfir eftir ellefu mínútna leik í honum. Fjögur íslensk mörk í röð náði muninum aftur niður í fimm mörk en nær komst íslenska liðið ekki í seinni hálfleik.

Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk í tólf skotum en hann tapaði líka átta boltum í leiknum. Alexander Petersson skoraði fimm mörk og þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson voru með fjögur mörk hvor. Hreiðar Levý Guðmundsson var allan tímann í íslenska markinu og varði ellefu skot.

 

 



Ísland-Frakkland 25-35 (13-17)

Mörk Íslands:

Ólafur Guðmundsson 6

Alexander Petersson 5

Snorri Steinn Guðjónsson 4/2

Róbert Gunnarsson 4

Sturla Ásgeirsson 2

Ólafur Stefánsson 2

Ingimundur Ingimundarson 1

Vignir Svavarsson 1

Varin skot:

Hreiðar Levý Guðmundsson 11/1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×