Móðir Tryggva Jóns orðlaus yfir sterkum viðbrögðum 24. nóvember 2010 19:42 Móðir fjölfatlaðs drengs á Akureyri er orðlaus yfir sterkum viðbrögðum við vandræðum fjölskyldunnar. Bæjaryfirvöld á Akureyri hyggjast breyta reglum svo hægt verði að styðja umbætur á heimili þeirra. Byrjað er að umbylta heimili drengsins. Byrjað er að umturna heimili Tryggva Jóns, breikka dyraop og breyta baðherbergi svo hann geti farið í bað heima hjá sér. Fjölskyldan er í tveggja vikna læknaferð í höfuðborginni með drenginn og móðir hans segist hafa ákveðið að hrinda framkvæmdum af stað á meðan þrátt fyrir óvissuna. „Ég fór í hlutina eins og maður á kannski ekki fara í þá en ég hef fulla trú á þetta leysist," segir Ásta Freygerður Reynisdóttir, móðir Tryggva Jóns. Fréttir Stöðvar 2 af vandræðum fjölskyldunnar hafa vakið mikil viðbrögð. Fólk hefur boðist til að hjálpa til við endurbæturnar og Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir unnið að því að breyta reglum svo hægt verði að koma til móts við fjölskyldur í þeirra stöðu. „Oddur er flottur og ég hef fulla trú á því hann sé að vinna í þessu máli og treysti því," segir Ásta. Þingmaður Samfylkingar tók málið upp á Alþingi í dag og sagði kerfið hafa hafnað drengnum. Umönnunarbótakerfið væri gott. „En engu að síður búa mörg þessi börn við annars flokks mannréttindi og verða vegna aðstæðna sinna að flytja að heiman langt fyrir aldur fram" sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. Formaður félags- og tryggingamálanefndar viðurkenndi í umræðunum að kerfið gerði ekki ráð fyrir útgjöldum vegna breytinga á heimilum fatlaðra. En því þurfi að breyta og hyggst hún beita sér fyrir því. Að lokum segir Ásta: „Ég er eiginlega orðlaus. Frábært. Takk allir." Tengdar fréttir Fjölmargir vilja hjálpa Tryggva Jóni Hópur manna og fyrirtækja brást skjótt við fregnum af vandræðum Tryggva Jóns, fimmtán ára drengs í hjólastól á Akureyri, og vilja freista þess að breyta heimili hans þannig að hann geti áfram búið hjá fjölskyldu sinni. 24. nóvember 2010 12:20 Fær ekki stuðning þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón og heyrn Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. 23. nóvember 2010 18:59 „Þetta getur komið fyrir hvern sem er" Fimmtán ára drengur sem misst nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," segir Tryggvi Jón Jónatansson en rætt var við hann og móður hans í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld. 23. nóvember 2010 20:02 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Móðir fjölfatlaðs drengs á Akureyri er orðlaus yfir sterkum viðbrögðum við vandræðum fjölskyldunnar. Bæjaryfirvöld á Akureyri hyggjast breyta reglum svo hægt verði að styðja umbætur á heimili þeirra. Byrjað er að umbylta heimili drengsins. Byrjað er að umturna heimili Tryggva Jóns, breikka dyraop og breyta baðherbergi svo hann geti farið í bað heima hjá sér. Fjölskyldan er í tveggja vikna læknaferð í höfuðborginni með drenginn og móðir hans segist hafa ákveðið að hrinda framkvæmdum af stað á meðan þrátt fyrir óvissuna. „Ég fór í hlutina eins og maður á kannski ekki fara í þá en ég hef fulla trú á þetta leysist," segir Ásta Freygerður Reynisdóttir, móðir Tryggva Jóns. Fréttir Stöðvar 2 af vandræðum fjölskyldunnar hafa vakið mikil viðbrögð. Fólk hefur boðist til að hjálpa til við endurbæturnar og Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir unnið að því að breyta reglum svo hægt verði að koma til móts við fjölskyldur í þeirra stöðu. „Oddur er flottur og ég hef fulla trú á því hann sé að vinna í þessu máli og treysti því," segir Ásta. Þingmaður Samfylkingar tók málið upp á Alþingi í dag og sagði kerfið hafa hafnað drengnum. Umönnunarbótakerfið væri gott. „En engu að síður búa mörg þessi börn við annars flokks mannréttindi og verða vegna aðstæðna sinna að flytja að heiman langt fyrir aldur fram" sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. Formaður félags- og tryggingamálanefndar viðurkenndi í umræðunum að kerfið gerði ekki ráð fyrir útgjöldum vegna breytinga á heimilum fatlaðra. En því þurfi að breyta og hyggst hún beita sér fyrir því. Að lokum segir Ásta: „Ég er eiginlega orðlaus. Frábært. Takk allir."
Tengdar fréttir Fjölmargir vilja hjálpa Tryggva Jóni Hópur manna og fyrirtækja brást skjótt við fregnum af vandræðum Tryggva Jóns, fimmtán ára drengs í hjólastól á Akureyri, og vilja freista þess að breyta heimili hans þannig að hann geti áfram búið hjá fjölskyldu sinni. 24. nóvember 2010 12:20 Fær ekki stuðning þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón og heyrn Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. 23. nóvember 2010 18:59 „Þetta getur komið fyrir hvern sem er" Fimmtán ára drengur sem misst nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," segir Tryggvi Jón Jónatansson en rætt var við hann og móður hans í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld. 23. nóvember 2010 20:02 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Fjölmargir vilja hjálpa Tryggva Jóni Hópur manna og fyrirtækja brást skjótt við fregnum af vandræðum Tryggva Jóns, fimmtán ára drengs í hjólastól á Akureyri, og vilja freista þess að breyta heimili hans þannig að hann geti áfram búið hjá fjölskyldu sinni. 24. nóvember 2010 12:20
Fær ekki stuðning þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón og heyrn Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. 23. nóvember 2010 18:59
„Þetta getur komið fyrir hvern sem er" Fimmtán ára drengur sem misst nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," segir Tryggvi Jón Jónatansson en rætt var við hann og móður hans í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld. 23. nóvember 2010 20:02