Ömmulegar tískuflíkur 31. maí 2010 09:00 Borghildur Gunnarsdóttir hannar undir nafninu Milla Snorrason. Hönnun hennar hefur vakið mikla athygli tískuspekúlanta. Fréttablaðið/Valli Borghildur Gunnarsdóttir hannar flíkur og fylgihluti undir heitinu Milla Snorrason, flíkurnar minna eilítið á litríkan ömmuklæðnað en þó í nýjum og hátískulegri búningi. Borghildur Gunnarsdóttir útskrifaðist úr fatahönnunardeild Lista-háskóla Íslands í fyrravor og var það útskriftarlína hennar sem vakti sérstaka athygli tískuáhugamanna. „Ég skoðaði mikið gömul sníðablöð frá fimmta áratugnum þegar ég var að hanna útskriftarlínuna og þess vegna virka flíkurnar svolítið ömmulegar. Reyndar hef ég voða gaman af þessum ömmustíl sjálf og fannst allt í lagi að hann fengi að skína í gegn," útskýrir Borghildur. Samhliða útskriftarverkefninu sótti hún námskeið í gerð fylgihluta og ákvað að tvinna því inn í línuna meðal annars í formi hnappa og axlapúða. Borghildur er einn þeirra unghönnuða sem tekið hafa þátt í PopUp markaðnum sem skotið hefur upp kollinum víða undanfarið ár. Þar hefur hún selt viðarhálsmen sem eru í laginu eins og sjóngleraugu og fallega háa sokka. Aðspurð segist hún ekki hafa fjármagn til að framleiða útskriftarlínuna skemmtilegu að svo stöddu en stefnir á að hanna nýja línu bráðlega sem ódýrari væri að framleiða. „Ég er í fullri vinnu á daginn og þá getur verið erfitt að finna tíma til þess að setjast niður og hanna heila fatalínu, en ég er alltaf að hanna eitthvað í hausnum á mér," segir hún og hlær. Spurð út í nafnið Milla Snorrason segir hún móðursystur afa síns hafa heitið þessu nafni. „Mér þótti mjög vænt um hana enda var hún mikill töffari. Hún var með fjólublátt hár og fannst ómögulegt að vera ekki með ættarnafn og tók þess vegna upp eftirnafn eiginmanns síns. Þegar ég var að velja nafn á línuna mína vildi ég nafn sem hefði einhverja merkingu fyrir mig og þess vegna varð þetta nafn fyrir valinu." segir hún að lokum. Hönnun Borghildar má skoða á Facebook síðu Millu Snorrason og þar er einnig hægt að sérpanta háa sokka frá henni. sara@frettabladid.is Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Borghildur Gunnarsdóttir hannar flíkur og fylgihluti undir heitinu Milla Snorrason, flíkurnar minna eilítið á litríkan ömmuklæðnað en þó í nýjum og hátískulegri búningi. Borghildur Gunnarsdóttir útskrifaðist úr fatahönnunardeild Lista-háskóla Íslands í fyrravor og var það útskriftarlína hennar sem vakti sérstaka athygli tískuáhugamanna. „Ég skoðaði mikið gömul sníðablöð frá fimmta áratugnum þegar ég var að hanna útskriftarlínuna og þess vegna virka flíkurnar svolítið ömmulegar. Reyndar hef ég voða gaman af þessum ömmustíl sjálf og fannst allt í lagi að hann fengi að skína í gegn," útskýrir Borghildur. Samhliða útskriftarverkefninu sótti hún námskeið í gerð fylgihluta og ákvað að tvinna því inn í línuna meðal annars í formi hnappa og axlapúða. Borghildur er einn þeirra unghönnuða sem tekið hafa þátt í PopUp markaðnum sem skotið hefur upp kollinum víða undanfarið ár. Þar hefur hún selt viðarhálsmen sem eru í laginu eins og sjóngleraugu og fallega háa sokka. Aðspurð segist hún ekki hafa fjármagn til að framleiða útskriftarlínuna skemmtilegu að svo stöddu en stefnir á að hanna nýja línu bráðlega sem ódýrari væri að framleiða. „Ég er í fullri vinnu á daginn og þá getur verið erfitt að finna tíma til þess að setjast niður og hanna heila fatalínu, en ég er alltaf að hanna eitthvað í hausnum á mér," segir hún og hlær. Spurð út í nafnið Milla Snorrason segir hún móðursystur afa síns hafa heitið þessu nafni. „Mér þótti mjög vænt um hana enda var hún mikill töffari. Hún var með fjólublátt hár og fannst ómögulegt að vera ekki með ættarnafn og tók þess vegna upp eftirnafn eiginmanns síns. Þegar ég var að velja nafn á línuna mína vildi ég nafn sem hefði einhverja merkingu fyrir mig og þess vegna varð þetta nafn fyrir valinu." segir hún að lokum. Hönnun Borghildar má skoða á Facebook síðu Millu Snorrason og þar er einnig hægt að sérpanta háa sokka frá henni. sara@frettabladid.is
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“