Ljósnet fyrir neytendur 4. mars 2010 06:00 Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun