Stjórnendur fái ekki fyrirtækin á silfurfati 17. febrúar 2010 14:22 Skúli Helgason. Mynd/Anton Brink Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi vinnubrögð bankanna á Alþingi í dag og sagði ótækt að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafi keyrt þau í þrot geti fengið sömu fyrirtæki á silfurfati. Bankarnir virðist einungis vilja hámarka arðsemi sína á skömmum tíma. Skúli sagði að fram hafi komið alvarlegar upplýsingar um skuldameðferð bankanna. Upplýsingar sem bendi til þess að víða væri pottur brotinn. „Eitt alvarlegasta dæmið sem nefnt hefur verið tengist meðferð Arion banka á fyrirtækinu Samskipum þar sem fyrri eigandi, sem mun hafa réttarstöðu grunaðs í umfangsmiklu fjársvikamáli, eiga að fá fyrirtækið á silfurfati að lokinni skuldameðferð," sagði þingmaðurinn. Skúli sagði ljóst að bankarnir leggi fyrst og fremst til grundvallar ákvörðunum sínum að hámarka arðsemi sína til skemmri tíma. „Þeir virðast ekki gæta þess nægilega vel að læra af þeirri bitru reynslu sem steypti fjármálakerfinu í glötun og lagði þungar byrðar á herðar almennings í þessu landi. Mjög skortir á að þess sé freistað að auka viðskiptasiðferði eða trausts almennings á þessu ferli," sagði Skúli. Hann sagði brýnt að setja skorður við því að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafi keyrt þau í þrot geti ekki fengið sömu fyrirtæki í hendur að lokinni skuldameðferð bankanna. „Í öðru lagi verði þess að gætt að öll fyrirtæki yfir tiltekinni stærð fari í opið söluferli þar sem allir fjárfestar sitji við sama borð en fyrri eigendur og stjórnendur njóti ekki forréttinda. Í þriðja lagi að almenningur og fjölmiðlar hafi beinan aðgang að upplýsingum um skuldameðferð fyrirtækja þegar umfang afskrifta fer yfir ákveðið hlutfall." Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi vinnubrögð bankanna á Alþingi í dag og sagði ótækt að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafi keyrt þau í þrot geti fengið sömu fyrirtæki á silfurfati. Bankarnir virðist einungis vilja hámarka arðsemi sína á skömmum tíma. Skúli sagði að fram hafi komið alvarlegar upplýsingar um skuldameðferð bankanna. Upplýsingar sem bendi til þess að víða væri pottur brotinn. „Eitt alvarlegasta dæmið sem nefnt hefur verið tengist meðferð Arion banka á fyrirtækinu Samskipum þar sem fyrri eigandi, sem mun hafa réttarstöðu grunaðs í umfangsmiklu fjársvikamáli, eiga að fá fyrirtækið á silfurfati að lokinni skuldameðferð," sagði þingmaðurinn. Skúli sagði ljóst að bankarnir leggi fyrst og fremst til grundvallar ákvörðunum sínum að hámarka arðsemi sína til skemmri tíma. „Þeir virðast ekki gæta þess nægilega vel að læra af þeirri bitru reynslu sem steypti fjármálakerfinu í glötun og lagði þungar byrðar á herðar almennings í þessu landi. Mjög skortir á að þess sé freistað að auka viðskiptasiðferði eða trausts almennings á þessu ferli," sagði Skúli. Hann sagði brýnt að setja skorður við því að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafi keyrt þau í þrot geti ekki fengið sömu fyrirtæki í hendur að lokinni skuldameðferð bankanna. „Í öðru lagi verði þess að gætt að öll fyrirtæki yfir tiltekinni stærð fari í opið söluferli þar sem allir fjárfestar sitji við sama borð en fyrri eigendur og stjórnendur njóti ekki forréttinda. Í þriðja lagi að almenningur og fjölmiðlar hafi beinan aðgang að upplýsingum um skuldameðferð fyrirtækja þegar umfang afskrifta fer yfir ákveðið hlutfall."
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira