Stjórnendur fái ekki fyrirtækin á silfurfati 17. febrúar 2010 14:22 Skúli Helgason. Mynd/Anton Brink Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi vinnubrögð bankanna á Alþingi í dag og sagði ótækt að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafi keyrt þau í þrot geti fengið sömu fyrirtæki á silfurfati. Bankarnir virðist einungis vilja hámarka arðsemi sína á skömmum tíma. Skúli sagði að fram hafi komið alvarlegar upplýsingar um skuldameðferð bankanna. Upplýsingar sem bendi til þess að víða væri pottur brotinn. „Eitt alvarlegasta dæmið sem nefnt hefur verið tengist meðferð Arion banka á fyrirtækinu Samskipum þar sem fyrri eigandi, sem mun hafa réttarstöðu grunaðs í umfangsmiklu fjársvikamáli, eiga að fá fyrirtækið á silfurfati að lokinni skuldameðferð," sagði þingmaðurinn. Skúli sagði ljóst að bankarnir leggi fyrst og fremst til grundvallar ákvörðunum sínum að hámarka arðsemi sína til skemmri tíma. „Þeir virðast ekki gæta þess nægilega vel að læra af þeirri bitru reynslu sem steypti fjármálakerfinu í glötun og lagði þungar byrðar á herðar almennings í þessu landi. Mjög skortir á að þess sé freistað að auka viðskiptasiðferði eða trausts almennings á þessu ferli," sagði Skúli. Hann sagði brýnt að setja skorður við því að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafi keyrt þau í þrot geti ekki fengið sömu fyrirtæki í hendur að lokinni skuldameðferð bankanna. „Í öðru lagi verði þess að gætt að öll fyrirtæki yfir tiltekinni stærð fari í opið söluferli þar sem allir fjárfestar sitji við sama borð en fyrri eigendur og stjórnendur njóti ekki forréttinda. Í þriðja lagi að almenningur og fjölmiðlar hafi beinan aðgang að upplýsingum um skuldameðferð fyrirtækja þegar umfang afskrifta fer yfir ákveðið hlutfall." Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi vinnubrögð bankanna á Alþingi í dag og sagði ótækt að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafi keyrt þau í þrot geti fengið sömu fyrirtæki á silfurfati. Bankarnir virðist einungis vilja hámarka arðsemi sína á skömmum tíma. Skúli sagði að fram hafi komið alvarlegar upplýsingar um skuldameðferð bankanna. Upplýsingar sem bendi til þess að víða væri pottur brotinn. „Eitt alvarlegasta dæmið sem nefnt hefur verið tengist meðferð Arion banka á fyrirtækinu Samskipum þar sem fyrri eigandi, sem mun hafa réttarstöðu grunaðs í umfangsmiklu fjársvikamáli, eiga að fá fyrirtækið á silfurfati að lokinni skuldameðferð," sagði þingmaðurinn. Skúli sagði ljóst að bankarnir leggi fyrst og fremst til grundvallar ákvörðunum sínum að hámarka arðsemi sína til skemmri tíma. „Þeir virðast ekki gæta þess nægilega vel að læra af þeirri bitru reynslu sem steypti fjármálakerfinu í glötun og lagði þungar byrðar á herðar almennings í þessu landi. Mjög skortir á að þess sé freistað að auka viðskiptasiðferði eða trausts almennings á þessu ferli," sagði Skúli. Hann sagði brýnt að setja skorður við því að stjórnendur stórfyrirtækja sem hafi keyrt þau í þrot geti ekki fengið sömu fyrirtæki í hendur að lokinni skuldameðferð bankanna. „Í öðru lagi verði þess að gætt að öll fyrirtæki yfir tiltekinni stærð fari í opið söluferli þar sem allir fjárfestar sitji við sama borð en fyrri eigendur og stjórnendur njóti ekki forréttinda. Í þriðja lagi að almenningur og fjölmiðlar hafi beinan aðgang að upplýsingum um skuldameðferð fyrirtækja þegar umfang afskrifta fer yfir ákveðið hlutfall."
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira