Valdataka húmorsins 22. september 2010 06:00 Katla og Kristinn eru potturinn og pannan á bak við Þjóðfræðistofnun sem stendur fyrir málþinginu í Hafnarborg á laugardag. Húmor og samfélagsleg áhrif hans verða í brennidepli á málþingi í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Kristins Schram þjóðfræðings getur húmor leikið lykilhlutverk í valdabaráttu og stjórnmálum, eins og uppgangur Besta flokksins sýni. Málþingið ber yfirskriftina „Að grína í samfélagið" og er haldið í tilefni af sýningunni „Að elta fólk og drekka mjólk" í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þjóðfræðistofa stendur fyrir málþinginu en driffjaðrir þessu eru hjónin Kristinn Schram forstöðumaður og Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri. „Þetta er málþing þar sem afrakstur af mikilli, fræðilegri vinnu um húmor er settur fram," útskýrir Kristinn. „Það verður fjallað um húmor almennt og sem tæki í samfélagsrýni og valdabaráttu." Að sögn Kristins getur húmor verið ólíkur í höndum hinna valdameiri og hinna valdaminni og háður sjónarhorni, bakgrunni og aðgangi. Sjónarhorn heimamanns er ólíkt hins utanaðkomandi sem oft hefur síður aðgang að nýju umhverfi. Hann segir ýmis dæmi um hvernig húmor hefur komið við sögu og beinlínis verið notaður í valdabaráttu á Íslandi. „Besti flokkurinn er auðvitað skýrasta dæmið um það; Jón Gnarr sagði jú eitthvað í þá veru að nú hefðu borgarbúar kosið yfir sig trúð." Einnig verður fjallað um hvernig minnihlutahópar nota húmor bæði til að sættast við eigið hlutskipti og til að berjast fyrir rétti sínum. Þá verða konur og kímni til umfjöllunar og rýnt í hin ýmsu form húmors, svo sem uppistand, háðsádeilur og leikræna íroníu." Húmorsfræði sækja í sig veðriðKristinn segir húmorsrannsóknir standa styrkum fótum í þjóð- og mannfræði erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin tvö ár. „Þær eru smám saman að ryðja sér til rúms á Íslandi, meðal annars eftir heimsóknir fræðimanna á þessu sviði. Við á Þjóðfræðistofu höfum líka tekið þetta upp á okkar arma og stöndum meðal annars fyrir húmorsþingi á Hólmavík á hverjum vetri." Ekki strangfræðilegt málþingEn er hægt að ganga að því vísu að á málþingi um húmor séu fyrirlestrarnir skemmtilegir? „Já," svarar Kristinn, „þetta er ekki strangfræðilegt málþing heldur ætlað almenningi til upplýsingar og íhugunar; það verða þarna gjörningar, grín og listrænar uppákomum þannig enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast." Auk Kristins koma fram á málþinginu Kristín Dagmar Jóhannesdóttir sýningarstjóri, Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Kristín Einarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti. Málþingið fer fram á laugardag og hefst klukkan 15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðfræðistofu, icef.is. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Húmor og samfélagsleg áhrif hans verða í brennidepli á málþingi í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Kristins Schram þjóðfræðings getur húmor leikið lykilhlutverk í valdabaráttu og stjórnmálum, eins og uppgangur Besta flokksins sýni. Málþingið ber yfirskriftina „Að grína í samfélagið" og er haldið í tilefni af sýningunni „Að elta fólk og drekka mjólk" í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þjóðfræðistofa stendur fyrir málþinginu en driffjaðrir þessu eru hjónin Kristinn Schram forstöðumaður og Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri. „Þetta er málþing þar sem afrakstur af mikilli, fræðilegri vinnu um húmor er settur fram," útskýrir Kristinn. „Það verður fjallað um húmor almennt og sem tæki í samfélagsrýni og valdabaráttu." Að sögn Kristins getur húmor verið ólíkur í höndum hinna valdameiri og hinna valdaminni og háður sjónarhorni, bakgrunni og aðgangi. Sjónarhorn heimamanns er ólíkt hins utanaðkomandi sem oft hefur síður aðgang að nýju umhverfi. Hann segir ýmis dæmi um hvernig húmor hefur komið við sögu og beinlínis verið notaður í valdabaráttu á Íslandi. „Besti flokkurinn er auðvitað skýrasta dæmið um það; Jón Gnarr sagði jú eitthvað í þá veru að nú hefðu borgarbúar kosið yfir sig trúð." Einnig verður fjallað um hvernig minnihlutahópar nota húmor bæði til að sættast við eigið hlutskipti og til að berjast fyrir rétti sínum. Þá verða konur og kímni til umfjöllunar og rýnt í hin ýmsu form húmors, svo sem uppistand, háðsádeilur og leikræna íroníu." Húmorsfræði sækja í sig veðriðKristinn segir húmorsrannsóknir standa styrkum fótum í þjóð- og mannfræði erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin tvö ár. „Þær eru smám saman að ryðja sér til rúms á Íslandi, meðal annars eftir heimsóknir fræðimanna á þessu sviði. Við á Þjóðfræðistofu höfum líka tekið þetta upp á okkar arma og stöndum meðal annars fyrir húmorsþingi á Hólmavík á hverjum vetri." Ekki strangfræðilegt málþingEn er hægt að ganga að því vísu að á málþingi um húmor séu fyrirlestrarnir skemmtilegir? „Já," svarar Kristinn, „þetta er ekki strangfræðilegt málþing heldur ætlað almenningi til upplýsingar og íhugunar; það verða þarna gjörningar, grín og listrænar uppákomum þannig enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast." Auk Kristins koma fram á málþinginu Kristín Dagmar Jóhannesdóttir sýningarstjóri, Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Kristín Einarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti. Málþingið fer fram á laugardag og hefst klukkan 15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðfræðistofu, icef.is. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira