Ömurleg saga litháísku stúlkunnar 8. mars 2010 17:05 Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. Ung hneppt í vændisánauð Stúlkan var hneppt í vændisánauð í Litháen, þegar hún var 17 eða 18 ára. Hún bar fyrir dómi að henni hefðu verið byrluð eiturlyf, í heimalandi sínu. Við slíkt tækifæri hefði hún vaknað inni í íbúð þar sem hún ekki komst út. Meðan hún var lokið inni í íbúðinni var hún neydd til vændis. Brotin niður og dópuð Sannað þykir fyrir héraðsdómi að stúlkan hefði átt að stunda vændi hérlendis. Segir í dóminum að framburður stúlkunnar hafi í upphafi verið á reiki. Til að mynda hafi hún ekki gefið upp rétt nafn. Vísað er til alþjóðlegra skilgreininga um að fórnarlömb mansals verði fyrir sálrænu áfalli þegar þeim hafi verið hótað og þau beitt ofbeldi. Þau séu oft send félítil til annarra landa. Þar séu þau ólögleg og treysti sér þess vegna ekki til þess að gefa sig fram við yfirvöld. Þegar fórnarlömb hafi verið brotin niður telji þau sig oft háða gerendunum og treysti þeim betur en lögreglunni. Átti ekkert val Eftir að stúlkan kom til landsins var henni komið fyrir í íbúð í Keflavík. Þaðan hvarf hún og kom ekki fram fyrr en nokkrum dögum síðar. Í dóminum segir að á þessum tíma hafi verið farið með hana í íbúð í Hafnarfirði. Þar hafi hún verið „prófuð", eins og segir í dóminum. Þar var hún látin veita tveimur mannanna munnmök. „Hún kvaðst hafa látið þetta yfir sig ganga þar sem hún hafi ekki átt neitt val," segir í dóminum. Hún hafi á þessari stundu gert sér grein fyrir að ætlast væri til þess að hún stundaði vændi hér á landi. Ótrúverðugur framburður Fram kemur í dóminum að framburður allra ákærðu þyki ótrúverðugur. Í tilviki Tadasar Jasnauskasar þykir framburðurinn afar ótrúverðugur og fjarstæðukenndur. Samkvæmt dóminum er hann annar mannanna sem „prófaði" stúlkuna. Fram kom í umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 af málinu að í bréfi sem hann skrifaði móður sinni, segði hann stúlkuna ljúga upp á sig. Fjölskipaður héraðsdómur Reykjaness er á öðru máli. Tengdar fréttir Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8. mars 2010 15:08 Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8. mars 2010 15:35 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. Ung hneppt í vændisánauð Stúlkan var hneppt í vændisánauð í Litháen, þegar hún var 17 eða 18 ára. Hún bar fyrir dómi að henni hefðu verið byrluð eiturlyf, í heimalandi sínu. Við slíkt tækifæri hefði hún vaknað inni í íbúð þar sem hún ekki komst út. Meðan hún var lokið inni í íbúðinni var hún neydd til vændis. Brotin niður og dópuð Sannað þykir fyrir héraðsdómi að stúlkan hefði átt að stunda vændi hérlendis. Segir í dóminum að framburður stúlkunnar hafi í upphafi verið á reiki. Til að mynda hafi hún ekki gefið upp rétt nafn. Vísað er til alþjóðlegra skilgreininga um að fórnarlömb mansals verði fyrir sálrænu áfalli þegar þeim hafi verið hótað og þau beitt ofbeldi. Þau séu oft send félítil til annarra landa. Þar séu þau ólögleg og treysti sér þess vegna ekki til þess að gefa sig fram við yfirvöld. Þegar fórnarlömb hafi verið brotin niður telji þau sig oft háða gerendunum og treysti þeim betur en lögreglunni. Átti ekkert val Eftir að stúlkan kom til landsins var henni komið fyrir í íbúð í Keflavík. Þaðan hvarf hún og kom ekki fram fyrr en nokkrum dögum síðar. Í dóminum segir að á þessum tíma hafi verið farið með hana í íbúð í Hafnarfirði. Þar hafi hún verið „prófuð", eins og segir í dóminum. Þar var hún látin veita tveimur mannanna munnmök. „Hún kvaðst hafa látið þetta yfir sig ganga þar sem hún hafi ekki átt neitt val," segir í dóminum. Hún hafi á þessari stundu gert sér grein fyrir að ætlast væri til þess að hún stundaði vændi hér á landi. Ótrúverðugur framburður Fram kemur í dóminum að framburður allra ákærðu þyki ótrúverðugur. Í tilviki Tadasar Jasnauskasar þykir framburðurinn afar ótrúverðugur og fjarstæðukenndur. Samkvæmt dóminum er hann annar mannanna sem „prófaði" stúlkuna. Fram kom í umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 af málinu að í bréfi sem hann skrifaði móður sinni, segði hann stúlkuna ljúga upp á sig. Fjölskipaður héraðsdómur Reykjaness er á öðru máli.
Tengdar fréttir Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8. mars 2010 15:08 Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8. mars 2010 15:35 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8. mars 2010 15:08
Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8. mars 2010 15:35