Dómstjóri býst við fjölda riftunarmála 8. mars 2010 04:00 Helgi Ingólfur Jónsson Dómstjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur segir að verið sé að ráða fimm nýja héraðsdómara auk þess sem aðstoðarmönnum hafi verið fjölgað til að anna miklum málafjölda.Fréttablaðið/Valli Helgi Ingólfur Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að eftir metfjölda einkamála í fyrra þyngist enn róðurinn hjá dómstólum. „Það má reikna með að nú fari að streyma inn mál út af kröfum í þrotabú bankanna. Þau geta skipt hundruðum,“ segir Helgi og vísar til þess að hátt í þrjátíu þúsund kröfur hafi borist í þrotabú stóru bankanna; Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Mörgum kröfum hafi slitastjórnir hafnað eða muni hafna. „Þá geta kröfuhafar borið það undir dómstóla og það má reikna með að þessum málum fari mjög fjölgandi á næstu mánuðum.“ Að sögn Helga eru þegar í gangi um þrjátíu mál kröfuhafa í Straumi-Burðarási auk alls konar mála vegna gjaldþrota stórra fyrirtækja. „Síðan má reikna með verulegum fjölda mála sem skiptastjórar höfða til riftunar á ýmsum gerningum. Þá er sérstakur saksóknari búinn að boða fyrstu málin í vor þótt það verði ekki stærstu málin. Þau munu koma seinna og verða gríðarlega stór og flókin,“ segir Helgi. Um síðustu áramót hækkuðu þingfestingargjöld hjá dómstólum allverulega. Gjaldið var áður 3.900 krónur en varð eftir hækkun á bilinu 15.000 til 90.000 krónur eftir fjárhæð þeirrar kröfu sem stefnendur gera. Ætlunin er sú að þeir peningar sem þannig fást til viðbótar renni til þess að auka við mannafla hjá dómstólunum. Helgi segir að auglýst hafi verið eftir fimm nýjum dómurum sem starfa eigi í Reykjavík, Hafnarfirði og Selfossi og að bætt hafi verið við aðstoðarmönnum. Lögmenn telja hins vegar að mikil hækkun þingfestingargjalda fæli suma frá að leita til dómstóla. „Ég hef heyrt að það sé umræða meðal lögmanna um það að þeir hiki við að leggja mál fyrir dómstóla,“ játar Helgi. „Kröfuhafarnir verða alltaf að leggja út fyrir kostnaði þannig að það þarf að vega það og meta hvort mál séu til árangurs fallin; hvort að skuldarinn geti borgað. En það má benda á að fimmtán þúsund krónur ná ekki einum tíma á lögmannsstofu. Í hinu stóra samhengi myndi maður telja að þetta væri ekki sú fjárhæð að hún ætti að ráða úrslitum um það hvort menn leggi mál fyrir dómstóla.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Helgi Ingólfur Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að eftir metfjölda einkamála í fyrra þyngist enn róðurinn hjá dómstólum. „Það má reikna með að nú fari að streyma inn mál út af kröfum í þrotabú bankanna. Þau geta skipt hundruðum,“ segir Helgi og vísar til þess að hátt í þrjátíu þúsund kröfur hafi borist í þrotabú stóru bankanna; Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Mörgum kröfum hafi slitastjórnir hafnað eða muni hafna. „Þá geta kröfuhafar borið það undir dómstóla og það má reikna með að þessum málum fari mjög fjölgandi á næstu mánuðum.“ Að sögn Helga eru þegar í gangi um þrjátíu mál kröfuhafa í Straumi-Burðarási auk alls konar mála vegna gjaldþrota stórra fyrirtækja. „Síðan má reikna með verulegum fjölda mála sem skiptastjórar höfða til riftunar á ýmsum gerningum. Þá er sérstakur saksóknari búinn að boða fyrstu málin í vor þótt það verði ekki stærstu málin. Þau munu koma seinna og verða gríðarlega stór og flókin,“ segir Helgi. Um síðustu áramót hækkuðu þingfestingargjöld hjá dómstólum allverulega. Gjaldið var áður 3.900 krónur en varð eftir hækkun á bilinu 15.000 til 90.000 krónur eftir fjárhæð þeirrar kröfu sem stefnendur gera. Ætlunin er sú að þeir peningar sem þannig fást til viðbótar renni til þess að auka við mannafla hjá dómstólunum. Helgi segir að auglýst hafi verið eftir fimm nýjum dómurum sem starfa eigi í Reykjavík, Hafnarfirði og Selfossi og að bætt hafi verið við aðstoðarmönnum. Lögmenn telja hins vegar að mikil hækkun þingfestingargjalda fæli suma frá að leita til dómstóla. „Ég hef heyrt að það sé umræða meðal lögmanna um það að þeir hiki við að leggja mál fyrir dómstóla,“ játar Helgi. „Kröfuhafarnir verða alltaf að leggja út fyrir kostnaði þannig að það þarf að vega það og meta hvort mál séu til árangurs fallin; hvort að skuldarinn geti borgað. En það má benda á að fimmtán þúsund krónur ná ekki einum tíma á lögmannsstofu. Í hinu stóra samhengi myndi maður telja að þetta væri ekki sú fjárhæð að hún ætti að ráða úrslitum um það hvort menn leggi mál fyrir dómstóla.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira