Innlent

Eyjafjallajökull: Mesti órói síðan gosið hætti

Aukinn órói er í Eyjafjallajökli. Myndin er úr safni.
Aukinn órói er í Eyjafjallajökli. Myndin er úr safni. Mynd/Óskar Friðriksson

„Það er búið að vera aukinn órói í dag, sem jókst aðalega upp úr klukkan 17 en datt aftur niður klukkan 19:50," segir Gunnar Guðmarsson hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir þennan óróa vera þann mesta síðan hann hætti eiginlega alveg í kringum 21. maí.

Gunnar segir að menn hafi séð hvítan mökk frá Þjórsárdalnum í dag og þá hafi einverjir farið upp á hamrana ofan við Skálatún og séð svartan mökk með miklum gusum. Hann segir að það gæti stafað af því að askan sem er í kringum gosstöðvarnar hafi þyrlast upp við einhvers konar sprengingu.

Þessi órói er þó einungis á yfirborðinu. „Það voru engir skjálftar sem fylgdu þessu og það eru engar landbreytingar."

„Við gætum átt vona á að fá svona kviður eitthvað áfram," segir Gunnar. „Það er engar vísbendingar um aukið kvikuflæði að neðan sé að koma upp. Þetta er eitthvað sem er efst uppi sem er að gerast. Það kemur kannski heim og saman við lýsingarnar 1821 - 1823. Samkvæmt því hafi komið annað slagið svona „púff" upp. Þetta er stærsta „púffið" sem við höfum séð síðan í kringum 21. maí."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×