Nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn í Kópavogi en það er Guðrún Pálsdóttir sem hefur hingað til starfað sem sviðsstjóri menningarsviðs bæjarins auk þess sem hún hefur verið fjármálastjóri til 20 ára.
Ráðning hennar var tilkynnt á fundi Samfylkingarinnar með félagsmönnum sem hófst klukkan fjögur í dag.
Á heimasíðu Kópavogs kemur fram að formaður bæjarráðs verður Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar og forsetar bæjarstjórnar verða þeir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG, og Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins