Innlent

Fjármögnun banka skoðuð

per sanderus
per sanderus
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, kannar nú upplýsingar sem stjórnvöld hafa látið í té um endurfjármögnun ríkisbankanna, sem fram fór í fyrrasumar.

Per Sanderud, forseti ESA, hefur verið hér á landi undanfarið og fundað með ráðherrum. Hann segir það í skoðun hvort um ríkis­styrk hafi verið að ræða. Slíkt gæti stangast á við reglur EES og bankarnir gætu þurft að endurgreiða féð. Sé um ríkisstyrk að ræða hefði átt að sækja um leyfi hjá ESA. Heimildir Fréttablaðsins herma að það leyfi hefði fengist, en um það var ekki sótt.

- kóp / Sjá síðu 10






Fleiri fréttir

Sjá meira


×