Gríðarleg fjölgun kynferðisafbrotamála Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2010 11:11 Hulda Elsa Björgvinsdóttir segir að aðilar úr réttarvörslukerfinu hafi áhyggjur af fjölgun kynferðisbrotamála. Mynd/ E. Ól. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun kynferðisafbrotamála á síðustu 10 - 15 árum, segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara. Hulda Elsa var á meðal ræðumanna á ráðstefnu um unga kynferðisafbrotamenn sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík á föstudag. Hún sagði í ræðu sinni að aðilar úr réttarvörslukerfinu, bæði ákæruvaldið og dómstólarnir, hefðu haft töluverðar áhyggjur af þessari fjölgun og hefðu með ýmsu móti reynt að koma þeim áhyggjum á framfæri. Hulda Elsa sagðist telja að þessi fjölgun væri ekki einungis til marks um það að fleiri mál væru að koma upp á yfirborðið heldur væri afbrotum raunverulega að fjölga. Þá taldi hún að brotin væru mun alvarlegri en áður. Máli sínu til stuðnings benti Hulda Elsa á að brot sem tengjast Internetinu væru töluvert áberandi núna. Þessi brot hefðu ekki verið til áður. Þurfum að spyrja okkur hvernig hægt er að fækka afbrotum Hulda Elsa taldi að Íslendingar þyrftu að fara í smá naflaskoðun. Við þyrftum meðal annars að spyrja okkur að því hvort umburðarlyndi okkar fyrir klámi væri að koma aftan að okkur, hvort börn væru að ganga of mikið sjálfala og hvort við hefðum nægjanlega mikið eftirlit með netnotkun barna okkar. Hulda Elsa segist telja að unnt sé að fækka þeim tegundum brota þar sem ungir gerendur, 15-17 ára, brjóta kynferðislega gegn stúlkum sem ekki hafa náð kynferðislegum lögaldri, það er að segja stúlkum yngri en 15 ára. „Í þeim tilvikum hafa piltarnir yfirhöndina í skjóli aldurs- og þroskamunar, og iðulega bera þeir fyrir sig að þeim hafi ekki verið kunnugt um aldur stúlknanna, en hafi ekki haft fyrir því að kanna það fyrirfram. Og virðingaleysi einkennir oft athafnir þeirra. Þá virðist sem stúlkurnar skorti oft á tíðum sjálfstraust til að setja þeim mörk," segir Hulda Elsa. Hún segir að til að unnt sé að fækka þessum tegundum kynferðisbrota þurfi hins vegar vakningu í samfélaginu og foreldrar þurfi að taka höndum saman. Hulda Elsa sagði mikilvægt að efla forvarnarstarf gagnvart kynferðisofbeldi og hrósaði meðal annars samtökunum Blátt áfram fyrir þeirra þátt í forvarnarstarfinu. Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Það hefur orðið gríðarleg fjölgun kynferðisafbrotamála á síðustu 10 - 15 árum, segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara. Hulda Elsa var á meðal ræðumanna á ráðstefnu um unga kynferðisafbrotamenn sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík á föstudag. Hún sagði í ræðu sinni að aðilar úr réttarvörslukerfinu, bæði ákæruvaldið og dómstólarnir, hefðu haft töluverðar áhyggjur af þessari fjölgun og hefðu með ýmsu móti reynt að koma þeim áhyggjum á framfæri. Hulda Elsa sagðist telja að þessi fjölgun væri ekki einungis til marks um það að fleiri mál væru að koma upp á yfirborðið heldur væri afbrotum raunverulega að fjölga. Þá taldi hún að brotin væru mun alvarlegri en áður. Máli sínu til stuðnings benti Hulda Elsa á að brot sem tengjast Internetinu væru töluvert áberandi núna. Þessi brot hefðu ekki verið til áður. Þurfum að spyrja okkur hvernig hægt er að fækka afbrotum Hulda Elsa taldi að Íslendingar þyrftu að fara í smá naflaskoðun. Við þyrftum meðal annars að spyrja okkur að því hvort umburðarlyndi okkar fyrir klámi væri að koma aftan að okkur, hvort börn væru að ganga of mikið sjálfala og hvort við hefðum nægjanlega mikið eftirlit með netnotkun barna okkar. Hulda Elsa segist telja að unnt sé að fækka þeim tegundum brota þar sem ungir gerendur, 15-17 ára, brjóta kynferðislega gegn stúlkum sem ekki hafa náð kynferðislegum lögaldri, það er að segja stúlkum yngri en 15 ára. „Í þeim tilvikum hafa piltarnir yfirhöndina í skjóli aldurs- og þroskamunar, og iðulega bera þeir fyrir sig að þeim hafi ekki verið kunnugt um aldur stúlknanna, en hafi ekki haft fyrir því að kanna það fyrirfram. Og virðingaleysi einkennir oft athafnir þeirra. Þá virðist sem stúlkurnar skorti oft á tíðum sjálfstraust til að setja þeim mörk," segir Hulda Elsa. Hún segir að til að unnt sé að fækka þessum tegundum kynferðisbrota þurfi hins vegar vakningu í samfélaginu og foreldrar þurfi að taka höndum saman. Hulda Elsa sagði mikilvægt að efla forvarnarstarf gagnvart kynferðisofbeldi og hrósaði meðal annars samtökunum Blátt áfram fyrir þeirra þátt í forvarnarstarfinu.
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira