Ríkissaksóknari hefur kært til Hæstaréttar þann úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að hafna þeirri kröfu Ríkissaksóknara að Andra Ólafssyni og Breka Logasyni, fréttamönnum á Stöð 2, yrði gert að sæta réttarfarssekt.
Ríkissaksóknari krafðist þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða réttarfarssekt vegna tveggja frétta sem þeir birtu af lokuðu þinghaldi í mansalsmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafnaði á föstudaginn kröfunni og taldi að ákvæðið sem krafa Ríkissaksóknara byggði á ætti einungis við þá sem sætu lokað þinghald. Það gerðu fréttamennirnir ekki.
Ákæruvald segir í kæru sinni til Hæstaréttar telja að túlkun Héraðsdóms Reykjaness á ákvæðinu sé of þröng.

