Efast um lögmæti niðurskurðar 15. febrúar 2010 13:33 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Mynd/GVA Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi, efast um lögmæti niðurskurðar ríkisstjórnarinnar sem ákvað nýverið að loka fyrir nám grunnskólanemenda í framhaldsskólaáföngum. Auk þess sé verið að velta kostnaði yfir á sveitarfélög. Þorbjörg rifjar upp í pistli á heimasíðu sinni að fyrir tveimur árum hafi lögum verið breytt svo grunnskólanemendur gætu meðal annars sótt áfanga í framhaldsskóla. Þörfum námshesta hafi þannig verið mætt og um leið sparaðist opinbert fé þar sem þessir nemendur væru líklegir til að taka framhaldsskólann á þremur árum í stað fjögurra. Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórnin að hún myndi hætta þessum fjárveitingum. Ætlunin er að spara 70 milljónir. Þorbjörg segir að ákvörðunin hafi komið flatt upp á fræðsluskrifstofur landsins enda séu lög um grunnskóla afar skýr. Ráðuneytið vísi fram og til baka í greinargerðir Fulltrúar skólamála í sveitarfélögum landsins fengu fyrir helgi svör menntamálaráðuneytisins við fyrirspurnum um málið. Þorbjörg segir að ráðuneytið vísi fram og til baka í greinargerðir í svari sínu. Það segi meðal annars að fyrirfram megi ætla að þau sjónarmið að skerða möguleika á vali í námi á grundvelli samdráttar í ríkisútgjöldum og takmörkuðum möguleikum til innritunar nemenda í framhaldsskóla séu málefnaleg. Þorbjörg er ósátt með svar menntamálaráðuneytisins. „Það væri fróðlegt að heyra mat lögfróðra manna á þessum fullyrðingum. Er hægt, á grundvelli samdráttar, að brjóta á rétti nemenda eins og menntamálaráðuneytið gerir? Ef svo er, geta þá t.d. sveitarfélög með sömu réttlætingu, þ.e.a.s. með rökum um samdrátt í rekstri sveitarfélaga, brotið á rétti nemenda til skyldunáms?" Kostnaður færður frá ríki til sveitarfélaga Þorbjörg segir að hægt sé að færa rök fyrir því að sparnaðurinn sem ríkisstjórnin ætlar að ná fram þýði aukinn kostnað til lengri tíma þar sem þessir nemendur spari ríkinu fjármuni með því að fara hraðar í gegnum framhaldsskólakerfið. Auk þess sé líklegt að kostnaðurinn falli á sveitarfélögin sem muni mörg hver bjóða grunnskólanemum sínum upp á framhaldsskólaáfanga. „Þessi niðurskurður, sé hann löglegur, er þannig einungis tilfærsla útgjalda. Verið er að færa kostnað frá ríki til sveitarfélaga án þess að gefa því gaum að það eru sömu launþegarnir sem greiða skattinn hjá báðum," segir Þorbjörg í pistlinum sem hægt er að lesa hér. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi, efast um lögmæti niðurskurðar ríkisstjórnarinnar sem ákvað nýverið að loka fyrir nám grunnskólanemenda í framhaldsskólaáföngum. Auk þess sé verið að velta kostnaði yfir á sveitarfélög. Þorbjörg rifjar upp í pistli á heimasíðu sinni að fyrir tveimur árum hafi lögum verið breytt svo grunnskólanemendur gætu meðal annars sótt áfanga í framhaldsskóla. Þörfum námshesta hafi þannig verið mætt og um leið sparaðist opinbert fé þar sem þessir nemendur væru líklegir til að taka framhaldsskólann á þremur árum í stað fjögurra. Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórnin að hún myndi hætta þessum fjárveitingum. Ætlunin er að spara 70 milljónir. Þorbjörg segir að ákvörðunin hafi komið flatt upp á fræðsluskrifstofur landsins enda séu lög um grunnskóla afar skýr. Ráðuneytið vísi fram og til baka í greinargerðir Fulltrúar skólamála í sveitarfélögum landsins fengu fyrir helgi svör menntamálaráðuneytisins við fyrirspurnum um málið. Þorbjörg segir að ráðuneytið vísi fram og til baka í greinargerðir í svari sínu. Það segi meðal annars að fyrirfram megi ætla að þau sjónarmið að skerða möguleika á vali í námi á grundvelli samdráttar í ríkisútgjöldum og takmörkuðum möguleikum til innritunar nemenda í framhaldsskóla séu málefnaleg. Þorbjörg er ósátt með svar menntamálaráðuneytisins. „Það væri fróðlegt að heyra mat lögfróðra manna á þessum fullyrðingum. Er hægt, á grundvelli samdráttar, að brjóta á rétti nemenda eins og menntamálaráðuneytið gerir? Ef svo er, geta þá t.d. sveitarfélög með sömu réttlætingu, þ.e.a.s. með rökum um samdrátt í rekstri sveitarfélaga, brotið á rétti nemenda til skyldunáms?" Kostnaður færður frá ríki til sveitarfélaga Þorbjörg segir að hægt sé að færa rök fyrir því að sparnaðurinn sem ríkisstjórnin ætlar að ná fram þýði aukinn kostnað til lengri tíma þar sem þessir nemendur spari ríkinu fjármuni með því að fara hraðar í gegnum framhaldsskólakerfið. Auk þess sé líklegt að kostnaðurinn falli á sveitarfélögin sem muni mörg hver bjóða grunnskólanemum sínum upp á framhaldsskólaáfanga. „Þessi niðurskurður, sé hann löglegur, er þannig einungis tilfærsla útgjalda. Verið er að færa kostnað frá ríki til sveitarfélaga án þess að gefa því gaum að það eru sömu launþegarnir sem greiða skattinn hjá báðum," segir Þorbjörg í pistlinum sem hægt er að lesa hér.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira