Íslendingafélög í útrýmingarhættu Erla Hlynsdóttir skrifar 29. október 2010 09:22 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur alltaf fyrir viðburðum á 17. júní Mynd: Eggert Jóhannesson Starf Íslendingafélaga í Danmörku er í mikilli lægð ef marka má dræma mætingu á aðalfundi þeirra. Aðeins tíu manns mættu á aðalfund Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn sem haldinn var í gær. „Það er betri mæting á fundi prjónafélagsins," segir Sigurður Einarsson, formaður félagsins, heldur vonsvikinn. Vísir sagði frá því í gær að Íslendingafélagið í Árósum hafi verið lagt niður eftir að aðeins einn mætti á aðalfundinn, auk fráfarandi stjórnar. Þau endalok voru til umræðu á fundinum í Kaupmannahöfn. „Þetta sýnir bara áhugaleysi Íslendinga. Fyrir tíu, tólf árum var fullt út úr dyrum í Jónshúsi. Nú spjallar fólk bara saman á Netinu," segir hann. Hann bendir á að Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hafi meira að segja þurft að aflýsa síðasta þorrablóti vegna lélegrar þátttöku. Þá var búið að skipuleggja og auglýsa þorrablót en hætt var við að halda það þar sem aðeins um tugur manns hafði staðfest mætingu. Prjónaklúbburinn Garnaflækjan hittist reglulega í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og er félagslífið þar öllu blómlegra en hjá Íslendingafélaginu. Eftir því sem Sigurður kemst næst mættu um tuttugu manns á síðasta fund prjónafélagsns sem eru því helmingi fleiri en á aðalfund Íslendingafélagsins. Sigurður ætlar þó ekki að láta þetta á sig fá og mun félagið halda áfram að skipuleggja viðburði fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn, svo sem hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn. Hann tekur einnig fram að mikil þátttaka hafi verið í bingói sem félagið hélt um páskana. „Þá var alveg fullt út úr dyrum," segir Sigurður sem vonast til að fleiri taki þátt í starfi félagsins á komandi vetri. Heimasíðu félagsins má skoða með því að smella hér. Tengdar fréttir Íslendingafélagið í Árósum lagt niður Það var ákveðið eftir aðalfund Íslendingafélagsins í Árósum í gær (ÍSFÁN) að leggja félagið niður. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins mætti aðeins einn aðili á fundinn. 28. október 2010 14:25 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Starf Íslendingafélaga í Danmörku er í mikilli lægð ef marka má dræma mætingu á aðalfundi þeirra. Aðeins tíu manns mættu á aðalfund Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn sem haldinn var í gær. „Það er betri mæting á fundi prjónafélagsins," segir Sigurður Einarsson, formaður félagsins, heldur vonsvikinn. Vísir sagði frá því í gær að Íslendingafélagið í Árósum hafi verið lagt niður eftir að aðeins einn mætti á aðalfundinn, auk fráfarandi stjórnar. Þau endalok voru til umræðu á fundinum í Kaupmannahöfn. „Þetta sýnir bara áhugaleysi Íslendinga. Fyrir tíu, tólf árum var fullt út úr dyrum í Jónshúsi. Nú spjallar fólk bara saman á Netinu," segir hann. Hann bendir á að Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hafi meira að segja þurft að aflýsa síðasta þorrablóti vegna lélegrar þátttöku. Þá var búið að skipuleggja og auglýsa þorrablót en hætt var við að halda það þar sem aðeins um tugur manns hafði staðfest mætingu. Prjónaklúbburinn Garnaflækjan hittist reglulega í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og er félagslífið þar öllu blómlegra en hjá Íslendingafélaginu. Eftir því sem Sigurður kemst næst mættu um tuttugu manns á síðasta fund prjónafélagsns sem eru því helmingi fleiri en á aðalfund Íslendingafélagsins. Sigurður ætlar þó ekki að láta þetta á sig fá og mun félagið halda áfram að skipuleggja viðburði fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn, svo sem hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn. Hann tekur einnig fram að mikil þátttaka hafi verið í bingói sem félagið hélt um páskana. „Þá var alveg fullt út úr dyrum," segir Sigurður sem vonast til að fleiri taki þátt í starfi félagsins á komandi vetri. Heimasíðu félagsins má skoða með því að smella hér.
Tengdar fréttir Íslendingafélagið í Árósum lagt niður Það var ákveðið eftir aðalfund Íslendingafélagsins í Árósum í gær (ÍSFÁN) að leggja félagið niður. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins mætti aðeins einn aðili á fundinn. 28. október 2010 14:25 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Íslendingafélagið í Árósum lagt niður Það var ákveðið eftir aðalfund Íslendingafélagsins í Árósum í gær (ÍSFÁN) að leggja félagið niður. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins mætti aðeins einn aðili á fundinn. 28. október 2010 14:25