Íslendingafélög í útrýmingarhættu Erla Hlynsdóttir skrifar 29. október 2010 09:22 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur alltaf fyrir viðburðum á 17. júní Mynd: Eggert Jóhannesson Starf Íslendingafélaga í Danmörku er í mikilli lægð ef marka má dræma mætingu á aðalfundi þeirra. Aðeins tíu manns mættu á aðalfund Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn sem haldinn var í gær. „Það er betri mæting á fundi prjónafélagsins," segir Sigurður Einarsson, formaður félagsins, heldur vonsvikinn. Vísir sagði frá því í gær að Íslendingafélagið í Árósum hafi verið lagt niður eftir að aðeins einn mætti á aðalfundinn, auk fráfarandi stjórnar. Þau endalok voru til umræðu á fundinum í Kaupmannahöfn. „Þetta sýnir bara áhugaleysi Íslendinga. Fyrir tíu, tólf árum var fullt út úr dyrum í Jónshúsi. Nú spjallar fólk bara saman á Netinu," segir hann. Hann bendir á að Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hafi meira að segja þurft að aflýsa síðasta þorrablóti vegna lélegrar þátttöku. Þá var búið að skipuleggja og auglýsa þorrablót en hætt var við að halda það þar sem aðeins um tugur manns hafði staðfest mætingu. Prjónaklúbburinn Garnaflækjan hittist reglulega í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og er félagslífið þar öllu blómlegra en hjá Íslendingafélaginu. Eftir því sem Sigurður kemst næst mættu um tuttugu manns á síðasta fund prjónafélagsns sem eru því helmingi fleiri en á aðalfund Íslendingafélagsins. Sigurður ætlar þó ekki að láta þetta á sig fá og mun félagið halda áfram að skipuleggja viðburði fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn, svo sem hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn. Hann tekur einnig fram að mikil þátttaka hafi verið í bingói sem félagið hélt um páskana. „Þá var alveg fullt út úr dyrum," segir Sigurður sem vonast til að fleiri taki þátt í starfi félagsins á komandi vetri. Heimasíðu félagsins má skoða með því að smella hér. Tengdar fréttir Íslendingafélagið í Árósum lagt niður Það var ákveðið eftir aðalfund Íslendingafélagsins í Árósum í gær (ÍSFÁN) að leggja félagið niður. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins mætti aðeins einn aðili á fundinn. 28. október 2010 14:25 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Starf Íslendingafélaga í Danmörku er í mikilli lægð ef marka má dræma mætingu á aðalfundi þeirra. Aðeins tíu manns mættu á aðalfund Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn sem haldinn var í gær. „Það er betri mæting á fundi prjónafélagsins," segir Sigurður Einarsson, formaður félagsins, heldur vonsvikinn. Vísir sagði frá því í gær að Íslendingafélagið í Árósum hafi verið lagt niður eftir að aðeins einn mætti á aðalfundinn, auk fráfarandi stjórnar. Þau endalok voru til umræðu á fundinum í Kaupmannahöfn. „Þetta sýnir bara áhugaleysi Íslendinga. Fyrir tíu, tólf árum var fullt út úr dyrum í Jónshúsi. Nú spjallar fólk bara saman á Netinu," segir hann. Hann bendir á að Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hafi meira að segja þurft að aflýsa síðasta þorrablóti vegna lélegrar þátttöku. Þá var búið að skipuleggja og auglýsa þorrablót en hætt var við að halda það þar sem aðeins um tugur manns hafði staðfest mætingu. Prjónaklúbburinn Garnaflækjan hittist reglulega í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og er félagslífið þar öllu blómlegra en hjá Íslendingafélaginu. Eftir því sem Sigurður kemst næst mættu um tuttugu manns á síðasta fund prjónafélagsns sem eru því helmingi fleiri en á aðalfund Íslendingafélagsins. Sigurður ætlar þó ekki að láta þetta á sig fá og mun félagið halda áfram að skipuleggja viðburði fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn, svo sem hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn. Hann tekur einnig fram að mikil þátttaka hafi verið í bingói sem félagið hélt um páskana. „Þá var alveg fullt út úr dyrum," segir Sigurður sem vonast til að fleiri taki þátt í starfi félagsins á komandi vetri. Heimasíðu félagsins má skoða með því að smella hér.
Tengdar fréttir Íslendingafélagið í Árósum lagt niður Það var ákveðið eftir aðalfund Íslendingafélagsins í Árósum í gær (ÍSFÁN) að leggja félagið niður. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins mætti aðeins einn aðili á fundinn. 28. október 2010 14:25 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Íslendingafélagið í Árósum lagt niður Það var ákveðið eftir aðalfund Íslendingafélagsins í Árósum í gær (ÍSFÁN) að leggja félagið niður. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins mætti aðeins einn aðili á fundinn. 28. október 2010 14:25