Innlent

Veðrið kemur rjúpunni til bjargar í bili

Rjúpnaveiðitíminn hófst á miðnætti og má skjóta rjúpur á föstudögum, laugardögum og sunnudögum þar til 18 dögum er náð.

Landeigendur hafa sumsatðar bannað veiðar á jörðum sínum og nokkur svæði eru líka friðuð, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Þá er sölubann enn í gildi, sem á að stemma stigu við svonefndum magnveiðum.

Ætlast er til að veiðimenn veiði aðeins fyrir sig og sína. Veðurspáin er rjúpnaskyttum hinsvegar óhagstæð nú í upphafi veiðitímans og ólíklegt að nokkur gangi til rjúpna á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×