Formaður fjárlaganefndar: Niðurskurðurinn mildaður 29. október 2010 06:00 Heilbrigðisstofnunin á Suðurnesjum er ein þeirra stofnana sem er ætlað að skera niður í rekstri sínum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Tillögur um niðurskurð hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni verða endurskoðaðar. Að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, er hlustað á háværar raddir um óraunhæfar tillögur um niðurskurð í fjárlagafrumvarpinu og reynt að finna leiðir til að milda áhrif efnahagsástandsins á starfsemi heilbrigðiskerfisins úti um land. „Það er þverpólitísk sátt um að endurskoða þetta og það verður gert," segir Oddný. Hins vegar sé ekki hægt að lofa því að enginn niðurskurður verði „Það er óábyrgt. Við höfum ákveðnar tekjur og verðum að aðlaga gjöldin að þeim. Ef við gerum það ekki erum við í tjóni til framtíðar." Oddný vill ekki segja til um hve háar fjárhæðir um er að tefla né hvaðan peningarnir sem draga eiga úr niðurskurðinum eiga að koma. Hún vill heldur ekki upplýsa um hve margar stofnanir sé að ræða. „Ég vil ekki vekja upp væntingar og þurfa að svíkja þær. Slíkt er óábyrgt," segir Oddný. Oddný Harðardóttir Að meðaltali nemur niðurskurður á þrettán heilbrigðisstofnunum tæpum tuttugu prósentum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er gert að skera niður um fjörutíu prósent, St. Jósefsspítala-Sólvangi um 37 prósent, Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki um þrjátíu prósent og Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á milli 20 og 30 prósent. Samtals nemur niðurskurður á heilbrigðisstofnunum tæpum þremur milljörðum króna. Fjárlagafrumvarpið hefur verið til meðferðar fjárlaganefndar í þrjár vikur. Hafa nefndarmenn hlýtt á sjónarmið sveitarstjórnarfólks og ráðuneyta til frumvarpsins og fram undan eru viðtöl við fulltrúa stofnana. Þá hefur nefndin falið fagnefndum þingsins að veita umsögn og Ríkisendurskoðun að yfirfara ýmsar tölur frumvarpsins. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Tillögur um niðurskurð hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni verða endurskoðaðar. Að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, er hlustað á háværar raddir um óraunhæfar tillögur um niðurskurð í fjárlagafrumvarpinu og reynt að finna leiðir til að milda áhrif efnahagsástandsins á starfsemi heilbrigðiskerfisins úti um land. „Það er þverpólitísk sátt um að endurskoða þetta og það verður gert," segir Oddný. Hins vegar sé ekki hægt að lofa því að enginn niðurskurður verði „Það er óábyrgt. Við höfum ákveðnar tekjur og verðum að aðlaga gjöldin að þeim. Ef við gerum það ekki erum við í tjóni til framtíðar." Oddný vill ekki segja til um hve háar fjárhæðir um er að tefla né hvaðan peningarnir sem draga eiga úr niðurskurðinum eiga að koma. Hún vill heldur ekki upplýsa um hve margar stofnanir sé að ræða. „Ég vil ekki vekja upp væntingar og þurfa að svíkja þær. Slíkt er óábyrgt," segir Oddný. Oddný Harðardóttir Að meðaltali nemur niðurskurður á þrettán heilbrigðisstofnunum tæpum tuttugu prósentum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er gert að skera niður um fjörutíu prósent, St. Jósefsspítala-Sólvangi um 37 prósent, Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki um þrjátíu prósent og Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á milli 20 og 30 prósent. Samtals nemur niðurskurður á heilbrigðisstofnunum tæpum þremur milljörðum króna. Fjárlagafrumvarpið hefur verið til meðferðar fjárlaganefndar í þrjár vikur. Hafa nefndarmenn hlýtt á sjónarmið sveitarstjórnarfólks og ráðuneyta til frumvarpsins og fram undan eru viðtöl við fulltrúa stofnana. Þá hefur nefndin falið fagnefndum þingsins að veita umsögn og Ríkisendurskoðun að yfirfara ýmsar tölur frumvarpsins. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira