Formaður fjárlaganefndar: Niðurskurðurinn mildaður 29. október 2010 06:00 Heilbrigðisstofnunin á Suðurnesjum er ein þeirra stofnana sem er ætlað að skera niður í rekstri sínum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Tillögur um niðurskurð hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni verða endurskoðaðar. Að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, er hlustað á háværar raddir um óraunhæfar tillögur um niðurskurð í fjárlagafrumvarpinu og reynt að finna leiðir til að milda áhrif efnahagsástandsins á starfsemi heilbrigðiskerfisins úti um land. „Það er þverpólitísk sátt um að endurskoða þetta og það verður gert," segir Oddný. Hins vegar sé ekki hægt að lofa því að enginn niðurskurður verði „Það er óábyrgt. Við höfum ákveðnar tekjur og verðum að aðlaga gjöldin að þeim. Ef við gerum það ekki erum við í tjóni til framtíðar." Oddný vill ekki segja til um hve háar fjárhæðir um er að tefla né hvaðan peningarnir sem draga eiga úr niðurskurðinum eiga að koma. Hún vill heldur ekki upplýsa um hve margar stofnanir sé að ræða. „Ég vil ekki vekja upp væntingar og þurfa að svíkja þær. Slíkt er óábyrgt," segir Oddný. Oddný Harðardóttir Að meðaltali nemur niðurskurður á þrettán heilbrigðisstofnunum tæpum tuttugu prósentum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er gert að skera niður um fjörutíu prósent, St. Jósefsspítala-Sólvangi um 37 prósent, Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki um þrjátíu prósent og Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á milli 20 og 30 prósent. Samtals nemur niðurskurður á heilbrigðisstofnunum tæpum þremur milljörðum króna. Fjárlagafrumvarpið hefur verið til meðferðar fjárlaganefndar í þrjár vikur. Hafa nefndarmenn hlýtt á sjónarmið sveitarstjórnarfólks og ráðuneyta til frumvarpsins og fram undan eru viðtöl við fulltrúa stofnana. Þá hefur nefndin falið fagnefndum þingsins að veita umsögn og Ríkisendurskoðun að yfirfara ýmsar tölur frumvarpsins. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Tillögur um niðurskurð hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni verða endurskoðaðar. Að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis, er hlustað á háværar raddir um óraunhæfar tillögur um niðurskurð í fjárlagafrumvarpinu og reynt að finna leiðir til að milda áhrif efnahagsástandsins á starfsemi heilbrigðiskerfisins úti um land. „Það er þverpólitísk sátt um að endurskoða þetta og það verður gert," segir Oddný. Hins vegar sé ekki hægt að lofa því að enginn niðurskurður verði „Það er óábyrgt. Við höfum ákveðnar tekjur og verðum að aðlaga gjöldin að þeim. Ef við gerum það ekki erum við í tjóni til framtíðar." Oddný vill ekki segja til um hve háar fjárhæðir um er að tefla né hvaðan peningarnir sem draga eiga úr niðurskurðinum eiga að koma. Hún vill heldur ekki upplýsa um hve margar stofnanir sé að ræða. „Ég vil ekki vekja upp væntingar og þurfa að svíkja þær. Slíkt er óábyrgt," segir Oddný. Oddný Harðardóttir Að meðaltali nemur niðurskurður á þrettán heilbrigðisstofnunum tæpum tuttugu prósentum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er gert að skera niður um fjörutíu prósent, St. Jósefsspítala-Sólvangi um 37 prósent, Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki um þrjátíu prósent og Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á milli 20 og 30 prósent. Samtals nemur niðurskurður á heilbrigðisstofnunum tæpum þremur milljörðum króna. Fjárlagafrumvarpið hefur verið til meðferðar fjárlaganefndar í þrjár vikur. Hafa nefndarmenn hlýtt á sjónarmið sveitarstjórnarfólks og ráðuneyta til frumvarpsins og fram undan eru viðtöl við fulltrúa stofnana. Þá hefur nefndin falið fagnefndum þingsins að veita umsögn og Ríkisendurskoðun að yfirfara ýmsar tölur frumvarpsins. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira