Innlent

Þurfa ekki að læra um kristni

Börn þurfa ekki að læra kristinfræði stríði það gegn skoðunum foreldra.
Börn þurfa ekki að læra kristinfræði stríði það gegn skoðunum foreldra.

Foreldrar hafa fullan rétt á því að fara fram á, án skýringa, að börn þeirra taki ekki þátt í kennslu eða athöfnum sem viðkomandi telur ekki samræmast eigin skoðunum eða trúarbrögðum. Kemur þetta fram í lögfræðiáliti um samstarf kirkju og skóla sem unnið var að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

„Með álitinu er verið að skerpa skilin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Það er til að mynda í lagi að fara í kirkju einu sinni á vetri en ekki í hverjum mánuði. Þetta var meðal annars gert til þess að upplýsa foreldra.“

Katrín jakobsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra segir álitið hafa verið gert til þess að skerpa skilin og upplýsa foreldra. fréttablaðið/valli

Varðandi heimsóknir presta á skólatíma, segir í álitinu að nauðsynlegt sé að foreldrar séu látnir vita af þeim fyrirfram og gætt sé að því að ekkert ósamræmi sé í heimsóknum þeirra annars vegar og frá öðrum trúfélögum hins vegar. Heimsóknir skuli falla að skipulagi náms og vera í samræmi við það.

Lögmætt er að kenna kristin­fræði sem hluta af opinberu námsefni en skólar skuli þó bjóða börnunum önnur námsúrræði óski foreldrar eftir því.

Á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að álitið sé ekki sett fram sem skoðun ráðuneytisins, heldur einungis sem fræðileg og hlutlæg úttekt á þeim álitamálum sem um ræðir. - sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×