Innlent

Eyjafjallajökull er hvítur á ný

 Vestmannaeyingar geta nú séð hvítan jökul á ný. Hér er Bjarnarey í forgrunni.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Vestmannaeyingar geta nú séð hvítan jökul á ný. Hér er Bjarnarey í forgrunni.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson

Eyjafjallajökull virðist nú búinn að ná sínum fyrri lit og blasti hvítur og tignarlegur við ljósmyndara Fréttablaðsins í Vestmannaeyjum.

Jökullinn var svartur ásýndar eftir eldgosið í vor, en með kólnandi veðri og snjókomu á fjöllum er hann aftur orðinn hvítur.

Enn stígur gufa úr jöklinum enda hitinn lengi að hverfa eftir gosið. Eldgosinu sjálfu er þó löngu lokið. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×