Biður fólk að dæma ekki hana Birtu sína 5. nóvember 2010 07:00 Sögunni um Birtu bleiku er ætlað að fá lesendur til að dæma þá sem eru öðruvísi ekki eftir útlitinu heldur sjá þá frá öðru sjónarhorni, segir höfundurinn Belinda Theriault. Tíkin Týra fylgist með ofan af vegg. Fréttablaðið/Daníel „Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar það sér hana fyrst af því að hún er svona hárlaus,“ segir Belinda Theriault um Sphynx-læðuna sína Birtu. Belinda og tíkin Týra voru óaðskiljanlegar í fimmtán ár þar til Týra dó haustið 2006. „Þegar Týra dó var ég í ofboðslega miklum sárum. Ég vildi ekki fá mér annan hund en vissi að ég yrði að fá mér eitthvert dýr af því að mér leið svo illa,“ segir Belinda sem tók Sphynx-læðuna Birtu til reynslu í nokkra daga sumarið 2007. Birta var þá í fyrsta skipti aðskilin frá bróður sínum og móður og faldi sig út um allt hús. „Eftir tvo daga kom hún allt í einu inn í stofu og lagðist í kjöltu mína og horfði í augun á mér. Þá vissi ég að hún Birta færi héðan aldrei út aftur,“ lýsir Belinda andartakinu þegar hún féll fyrir læðunni sinni. Sphynx-kattategundin er upprunalega frá Kanada og varð til við stökkbreytingu. Sérstakt útlit Birtu veldur því að hún mætir miklum fordómum. „Fólk segir oft oj. Það spyr hvort hún sé ekki grimm og hvort ekki sé ógeðslegt að koma við hana. Bara við það að sjá hana myndar fólk sér svo ofboðslega neikvæða skoðun á henni,“ segir Belinda sem kveður börn hins vegar mun jákvæðari gagnvart Birtu en þá eldri. „Börnin vilja vita allt um Birtu. Þess vegna datt mér í hug hvort ég gæti notað hana sem sameiningartákn,“ segir Belinda sem skrifað hefur bókina Birta, brött og bleik. „Fólk segir að hún líkist geimveru og sumir halda að hún sé rotta. Hún situr stundum eins og páfagaukur á öxlinni á mér og við göngum um hverfið og höfum jafnvel fengið okkur kaffi á útikaffihúsi. Einu sinni var lítill strákur með mömmu sinni niðri á Hallærisplani þar sem hann æpti upp: Ertu með grís?“ hlær Belinda. Bókin fjallar um það þegar Birta fer út og hittir önnur dýr sem vilja hana ekki í hópinn. Belinda hefur áður skrifað tilraunaverkefni byggt á Birtu sem notað var í Norðlingaskóla. „Í lok verkefnisins fórum við í heimsókn. Það að Birta sé til í alvörunni finnst fólki svo heillandi. Hún er ekki röndóttur fíll heldur er hún til og getur farið og hitt krakkana og þau fengið að sjá hana,“ segir hún og undirstrikar að Birta sé yndislegur köttur þótt hún sé öðruvísi. „Birta er mjög mannblendin og það elska hana allir út af lífinu. Það er skemmtileg leið að nota hana til að leggja áherslu á umburðarlyndi, víðsýni og sjálfstæða hugsun,“ segir Belinda Theriault. gar@frettabladid.is Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar það sér hana fyrst af því að hún er svona hárlaus,“ segir Belinda Theriault um Sphynx-læðuna sína Birtu. Belinda og tíkin Týra voru óaðskiljanlegar í fimmtán ár þar til Týra dó haustið 2006. „Þegar Týra dó var ég í ofboðslega miklum sárum. Ég vildi ekki fá mér annan hund en vissi að ég yrði að fá mér eitthvert dýr af því að mér leið svo illa,“ segir Belinda sem tók Sphynx-læðuna Birtu til reynslu í nokkra daga sumarið 2007. Birta var þá í fyrsta skipti aðskilin frá bróður sínum og móður og faldi sig út um allt hús. „Eftir tvo daga kom hún allt í einu inn í stofu og lagðist í kjöltu mína og horfði í augun á mér. Þá vissi ég að hún Birta færi héðan aldrei út aftur,“ lýsir Belinda andartakinu þegar hún féll fyrir læðunni sinni. Sphynx-kattategundin er upprunalega frá Kanada og varð til við stökkbreytingu. Sérstakt útlit Birtu veldur því að hún mætir miklum fordómum. „Fólk segir oft oj. Það spyr hvort hún sé ekki grimm og hvort ekki sé ógeðslegt að koma við hana. Bara við það að sjá hana myndar fólk sér svo ofboðslega neikvæða skoðun á henni,“ segir Belinda sem kveður börn hins vegar mun jákvæðari gagnvart Birtu en þá eldri. „Börnin vilja vita allt um Birtu. Þess vegna datt mér í hug hvort ég gæti notað hana sem sameiningartákn,“ segir Belinda sem skrifað hefur bókina Birta, brött og bleik. „Fólk segir að hún líkist geimveru og sumir halda að hún sé rotta. Hún situr stundum eins og páfagaukur á öxlinni á mér og við göngum um hverfið og höfum jafnvel fengið okkur kaffi á útikaffihúsi. Einu sinni var lítill strákur með mömmu sinni niðri á Hallærisplani þar sem hann æpti upp: Ertu með grís?“ hlær Belinda. Bókin fjallar um það þegar Birta fer út og hittir önnur dýr sem vilja hana ekki í hópinn. Belinda hefur áður skrifað tilraunaverkefni byggt á Birtu sem notað var í Norðlingaskóla. „Í lok verkefnisins fórum við í heimsókn. Það að Birta sé til í alvörunni finnst fólki svo heillandi. Hún er ekki röndóttur fíll heldur er hún til og getur farið og hitt krakkana og þau fengið að sjá hana,“ segir hún og undirstrikar að Birta sé yndislegur köttur þótt hún sé öðruvísi. „Birta er mjög mannblendin og það elska hana allir út af lífinu. Það er skemmtileg leið að nota hana til að leggja áherslu á umburðarlyndi, víðsýni og sjálfstæða hugsun,“ segir Belinda Theriault. gar@frettabladid.is
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira