Að vera stjórnandi á heimili og í leikskóla Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2010 05:30 Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun