Vilja ættleiða börn frá Haítí til Íslands 25. janúar 2010 06:00 Ættleidd Frönsk kona faðmar stúlku sem hún ættleiddi frá Haítí. Stúlkan var í hópi 33 barna sem komu frá Haítí til kjörforeldra í Frakklandi á föstudag. Nordicphotos/AFP Ætli alþjóðasamfélagið að bregðast við hörmungum á Haítí með því að ættleiða munaðarlaus börn úr landi bíða yfir 130 fjölskyldur og einstæðar konur þess hér á landi að geta ættleitt börn, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskar ættleiðingar. Félagið hefur sent Rögnu Árnadóttur, dóms- og manréttindamálamálaráðherra, bréf þar sem vakin er athygli á þessari stöðu. Þar segir að hugsanlegt sé að eitthvað af því fólki sem bíði þess að ættleiða börn sé tilbúið til að fá börn frá Haítí inn í sínar fjölskyldur. Hörður segist þrátt fyrir þetta ekki gera sér miklar vonir til þess að munaðarlaus börn frá Haítí komi hingað til lands. Ekki sé formlegt ættleiðingarsamband á milli landanna, og reynslan sýni að mikið sé að gera hjá þeim starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins sem fari með þennan málaflokk. „En stundum er stjórnsýslan öflug, við sáum hvernig hægt var að bregðast við þegar rústabjörgunarsveitin fór út,“ segir Hörður. Talið er að um 50 þúsund munaðarlaus börn hafi verið á Haítí áður en jarðskjálftinn lagði höfuðborg landsins og nærsveitir að segja má í rúst. UNICEF og önnur alþjóðleg samtök hafa varað þjóðir heims við hættu á því að nokkurs konar gullgrafaraæði brjótist út hjá fólki sem vilji ættleiða börn í kjölfar hörmunganna á Haítí. Þá er varað við hættu á mansali með börn frá landinu. Hörður segir stjórn Íslenskrar ættleiðingar vel meðvitaða um þá hættu, og tekur undir varnaðarorðin. Treysta verði stjórnvöldum hér og annars staðar til að tryggja hagsmuni barna við ættleiðingar. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra staðfesti í gær að erindi Íslenskrar ættleiðingar hefði borist. Ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvernig því verði svarað. brjann@frettabladid.is Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ætli alþjóðasamfélagið að bregðast við hörmungum á Haítí með því að ættleiða munaðarlaus börn úr landi bíða yfir 130 fjölskyldur og einstæðar konur þess hér á landi að geta ættleitt börn, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskar ættleiðingar. Félagið hefur sent Rögnu Árnadóttur, dóms- og manréttindamálamálaráðherra, bréf þar sem vakin er athygli á þessari stöðu. Þar segir að hugsanlegt sé að eitthvað af því fólki sem bíði þess að ættleiða börn sé tilbúið til að fá börn frá Haítí inn í sínar fjölskyldur. Hörður segist þrátt fyrir þetta ekki gera sér miklar vonir til þess að munaðarlaus börn frá Haítí komi hingað til lands. Ekki sé formlegt ættleiðingarsamband á milli landanna, og reynslan sýni að mikið sé að gera hjá þeim starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins sem fari með þennan málaflokk. „En stundum er stjórnsýslan öflug, við sáum hvernig hægt var að bregðast við þegar rústabjörgunarsveitin fór út,“ segir Hörður. Talið er að um 50 þúsund munaðarlaus börn hafi verið á Haítí áður en jarðskjálftinn lagði höfuðborg landsins og nærsveitir að segja má í rúst. UNICEF og önnur alþjóðleg samtök hafa varað þjóðir heims við hættu á því að nokkurs konar gullgrafaraæði brjótist út hjá fólki sem vilji ættleiða börn í kjölfar hörmunganna á Haítí. Þá er varað við hættu á mansali með börn frá landinu. Hörður segir stjórn Íslenskrar ættleiðingar vel meðvitaða um þá hættu, og tekur undir varnaðarorðin. Treysta verði stjórnvöldum hér og annars staðar til að tryggja hagsmuni barna við ættleiðingar. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra staðfesti í gær að erindi Íslenskrar ættleiðingar hefði borist. Ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvernig því verði svarað. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira