Innlent

Rekstur Landspítalans réttu megin við strikið

Björn Zoëga, forstjóri spítalans, segir að þetta sé afar góður árangur.
Björn Zoëga, forstjóri spítalans, segir að þetta sé afar góður árangur. Mynd/Pjetur
Rekstur Landspítala var réttu megin við strikið eftir fjóra fyrstu mánuði ársins. Björn Zoëga, forstjóri spítalans, segir að það sé gífurlega góður árangur á erfiðum tímum. „Á síðustu mánuðum hefur verið óvenju mikið álag en allir hafa lagt sitt fram til að þessi árangur náist," segir Björn í pistli á heimasíðu spítalans.

Björn segir að þegar rýnt sé í starfsemistölur þessa tímabils sjáist að rannsóknum hefur fækkað um rúm 17%, skurðaðgerðum um rúm 3%, fæðingum hefur fjölgað um 3% og legum fækkað um næstum 6%. Þá kemur fram í pistli Björns að meðaltímalengd hverrar legu hefur styst um 7% og er nú 6,6 dagar. Komum á bráðamóttökur Landspítalans hefur fækkað um rúm 2%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×