Heilaspunaleikur á Facebook 20. desember 2010 11:00 Sesselja G. Vilhjálmsdóttir (til hægri) og Valgerður Halldórsdóttir ætla að reyna fyrir sér á Facebook.fréttablaðið/gva Höfundar borðspilsins Heilaspuni, sem sló í gegn fyrir síðustu jól, eru að undirbúa Facebook-leikjaútgáfu af spilinu. Leikurinn verður til að byrja með aðeins á ensku og er ætlaður fyrir hinn gríðarstóra Facebook-markað. „65% af þeim sem spila Facebook-leiki eru konur og það finnst okkur áhugavert því við erum tvær stelpur sem eigum þetta fyrirtæki saman,“ segir Sesselja G. Vilhjálmsdóttir, sem er manneskjan á bak við Heilaspuna ásamt Valgerði Halldórsdóttur. Þær reka saman sprotafyrirtækið Matador Media sem þær stofnuðu í kringum útgáfu Heilaspuna. Til að fjármagna þróunina á nýja netleiknum ákváðu þær að gefa borðspilið aftur út fyrir þessi jól en það seldist upp í fyrra. „Facebook-markaðurinn er risastór og til að mynda þénar stærsta leikjafyrirtækið á Facebook meira en Facebook sjálft,“ útskýrir Sesselja. „Facebook-leikirnir fá mestar tekjur í gegnum sýndarvörur sem þú getur keypt inn í leikinn þannig að þér gangi betur, eins og í Farmville.“ Að sögn Sesselju þarf markaðssetningin að vera góð eigi árangur að nást á Facebook. „Þetta er spurning um margföldunaráhrif. Þegar fólk byrjar að spila verður svolítil keðjuverkun en það tekur smá tíma að safna keppendum. En við höfum ekki séð sambærilega leiki á Facebook og teljum þetta eiga gott erindi til fólks.“ Heilaspunaleikurinn er væntanlegur á Facebook snemma á næsta ári. Fleiri leikir eru á teikniborðinu hjá Sesselju og Valgerði, þar á meðal net-fjölskylduleikurinn Kinwins sem bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppninni The Startupp Weekend Iceland í síðasta mánuði. - fb Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Höfundar borðspilsins Heilaspuni, sem sló í gegn fyrir síðustu jól, eru að undirbúa Facebook-leikjaútgáfu af spilinu. Leikurinn verður til að byrja með aðeins á ensku og er ætlaður fyrir hinn gríðarstóra Facebook-markað. „65% af þeim sem spila Facebook-leiki eru konur og það finnst okkur áhugavert því við erum tvær stelpur sem eigum þetta fyrirtæki saman,“ segir Sesselja G. Vilhjálmsdóttir, sem er manneskjan á bak við Heilaspuna ásamt Valgerði Halldórsdóttur. Þær reka saman sprotafyrirtækið Matador Media sem þær stofnuðu í kringum útgáfu Heilaspuna. Til að fjármagna þróunina á nýja netleiknum ákváðu þær að gefa borðspilið aftur út fyrir þessi jól en það seldist upp í fyrra. „Facebook-markaðurinn er risastór og til að mynda þénar stærsta leikjafyrirtækið á Facebook meira en Facebook sjálft,“ útskýrir Sesselja. „Facebook-leikirnir fá mestar tekjur í gegnum sýndarvörur sem þú getur keypt inn í leikinn þannig að þér gangi betur, eins og í Farmville.“ Að sögn Sesselju þarf markaðssetningin að vera góð eigi árangur að nást á Facebook. „Þetta er spurning um margföldunaráhrif. Þegar fólk byrjar að spila verður svolítil keðjuverkun en það tekur smá tíma að safna keppendum. En við höfum ekki séð sambærilega leiki á Facebook og teljum þetta eiga gott erindi til fólks.“ Heilaspunaleikurinn er væntanlegur á Facebook snemma á næsta ári. Fleiri leikir eru á teikniborðinu hjá Sesselju og Valgerði, þar á meðal net-fjölskylduleikurinn Kinwins sem bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppninni The Startupp Weekend Iceland í síðasta mánuði. - fb
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira