Hvernig samfélag viljum við sjá? 21. október 2010 06:00 Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þessum tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki höndum saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland. Og hvernig þjóðfélag viljum við sjá? Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það má meðal annars sjá í fjárlagafrumvarpinu og þær eru sláandi. Vegið er að velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar. Enginn skyldi velkjast í vafa um að fjárþörf ríkisins er gríðarlega mikil og öll þurfum við að færa fórnir og taka á okkur byrðar til að mæta henni. Ákvarðanir í dag hafa hins vegar áhrif á það samfélag sem við byggjum börnunum okkar. Aðgangur almennings að velferðarkerfinu, óháð efnahag og aðstæðum, er hornsteinninn í því velferðarsamfélagi sem launafólk hefur byggt upp hér á landi síðustu áratugi. Núverandi fjárþörf má ekki verða til þess að vegið sé að rótum þess velferðarkerfis. Í þeim óhjákvæmilega niðurskurði sem framundan er verður að líta til þess að vinna ekki skemmdir á velferðarkerfinu. Frekar á að fara hægar í sakirnar og greiða niður á lengri tíma, eða að leita annarra leiða, svo sem eins og í gegnum skattkerfið. BSRB hefur til að mynda lagt fram tillögur um frekari hækkun á fjármagnstekjuskatti en fyrirhuguð er, þannig að ekki þurfi að skerða framlög til fæðingarorlofssjóðs og barna- og vaxtabætur. Velferðarkerfið er ekki tölur á blaði sem hægt er að færa til að vild án afleiðinga. Velferðarkerfið er fólk af holdi og blóði, þjónusta þegnanna og öryggisnet þjóðarinnar. Verði niðurskurðarhnífurinn reiddur of hátt til höggs er hætta á því að óbætanlegur skaði verði unninn á uppbyggingarstarfi genginna kynslóða, til skaða fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn og byggjum upp réttlátt þjóðfélag nýrra gilda samábyrgðar og jöfnuðar. Til þess að það sjá mögulegt, þurfa grunnstoðir velferðarsamfélagsins að standa óhaggaðar. Það er verkefni okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þessum tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki höndum saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland. Og hvernig þjóðfélag viljum við sjá? Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það má meðal annars sjá í fjárlagafrumvarpinu og þær eru sláandi. Vegið er að velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar. Enginn skyldi velkjast í vafa um að fjárþörf ríkisins er gríðarlega mikil og öll þurfum við að færa fórnir og taka á okkur byrðar til að mæta henni. Ákvarðanir í dag hafa hins vegar áhrif á það samfélag sem við byggjum börnunum okkar. Aðgangur almennings að velferðarkerfinu, óháð efnahag og aðstæðum, er hornsteinninn í því velferðarsamfélagi sem launafólk hefur byggt upp hér á landi síðustu áratugi. Núverandi fjárþörf má ekki verða til þess að vegið sé að rótum þess velferðarkerfis. Í þeim óhjákvæmilega niðurskurði sem framundan er verður að líta til þess að vinna ekki skemmdir á velferðarkerfinu. Frekar á að fara hægar í sakirnar og greiða niður á lengri tíma, eða að leita annarra leiða, svo sem eins og í gegnum skattkerfið. BSRB hefur til að mynda lagt fram tillögur um frekari hækkun á fjármagnstekjuskatti en fyrirhuguð er, þannig að ekki þurfi að skerða framlög til fæðingarorlofssjóðs og barna- og vaxtabætur. Velferðarkerfið er ekki tölur á blaði sem hægt er að færa til að vild án afleiðinga. Velferðarkerfið er fólk af holdi og blóði, þjónusta þegnanna og öryggisnet þjóðarinnar. Verði niðurskurðarhnífurinn reiddur of hátt til höggs er hætta á því að óbætanlegur skaði verði unninn á uppbyggingarstarfi genginna kynslóða, til skaða fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn og byggjum upp réttlátt þjóðfélag nýrra gilda samábyrgðar og jöfnuðar. Til þess að það sjá mögulegt, þurfa grunnstoðir velferðarsamfélagsins að standa óhaggaðar. Það er verkefni okkar allra.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun