Mikilvægt persónukjör framundan 21. október 2010 15:00 Áhugi á persónukjöri fer vaxandi, á því fyrirkomulagi að kjósendur geti valið einstaklinga en ekki aðeins flokkslista. Framundan er kosning til stjórnlagaþings sem verður í senn persónukjör og með landinu sem einu kjördæmi. Hvort tveggja er nýjung hjá okkur. Kjósendur fá að velja verðuga fulltrúa til að endurskoða stjórnarskrána. En um leið taka þeir þátt í mikilvægri tilraun með persónukjör sem gæti orðið vísir að því sem koma skal. Kjósendur velja ekki aðeins einn frambjóðanda með krossi heldur forgangsraða þeir allt að 25 frambjóðendum. Beitt verður þekktri talningaraðferð sem tryggir að vilji kjósenda er virtur til hins ítrasta. Það er afar mikilvægt að kjósendur taki þátt í kosningunum með öflugum hætti og nýti sér rétt sinn til röðunar til fulls. Þannig hafa þeir mest áhrif á niðurstöðuna. Tilefni þessarar hvatningar er að Sverrir Jakobsson ritar pistil í Fréttablaðið 19. október s.l. um persónukjör. Í grein Sverris gætir nokkurs misskilnings varðandi aðferðina sem beitt verður. Það er ekki rétt hjá Sverri að röðun í fyrstu sætin og einkum það fyrsta sé það eina sem máli skiptir. Þverrt á móti. Það getur allt eins orðið síðasta val kjósandans sem kemur manni á þingið. Kjósandinn þarf heldur ekki að hika við að setja ofarlega einhvern sem ekki er í sviðsljósinu. Nái hann ekki kjöri er atkvæðinu engan veginn kastað á glæ heldur fer það næsta manns að ósk kjósandans. Með öflugri þátttöku í persónukjörinu til stjórnlagaþings fær þjóðin mikið tækifæri. Nýtum það til fulls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Áhugi á persónukjöri fer vaxandi, á því fyrirkomulagi að kjósendur geti valið einstaklinga en ekki aðeins flokkslista. Framundan er kosning til stjórnlagaþings sem verður í senn persónukjör og með landinu sem einu kjördæmi. Hvort tveggja er nýjung hjá okkur. Kjósendur fá að velja verðuga fulltrúa til að endurskoða stjórnarskrána. En um leið taka þeir þátt í mikilvægri tilraun með persónukjör sem gæti orðið vísir að því sem koma skal. Kjósendur velja ekki aðeins einn frambjóðanda með krossi heldur forgangsraða þeir allt að 25 frambjóðendum. Beitt verður þekktri talningaraðferð sem tryggir að vilji kjósenda er virtur til hins ítrasta. Það er afar mikilvægt að kjósendur taki þátt í kosningunum með öflugum hætti og nýti sér rétt sinn til röðunar til fulls. Þannig hafa þeir mest áhrif á niðurstöðuna. Tilefni þessarar hvatningar er að Sverrir Jakobsson ritar pistil í Fréttablaðið 19. október s.l. um persónukjör. Í grein Sverris gætir nokkurs misskilnings varðandi aðferðina sem beitt verður. Það er ekki rétt hjá Sverri að röðun í fyrstu sætin og einkum það fyrsta sé það eina sem máli skiptir. Þverrt á móti. Það getur allt eins orðið síðasta val kjósandans sem kemur manni á þingið. Kjósandinn þarf heldur ekki að hika við að setja ofarlega einhvern sem ekki er í sviðsljósinu. Nái hann ekki kjöri er atkvæðinu engan veginn kastað á glæ heldur fer það næsta manns að ósk kjósandans. Með öflugri þátttöku í persónukjörinu til stjórnlagaþings fær þjóðin mikið tækifæri. Nýtum það til fulls.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar