Hvað kostar sanngirni? 18. mars 2010 06:00 Lára Magnúsardóttir skrifar um sanngirnisbætur. Samkvæmt frumvarpi um „sanngirnisbætur" sem lagt verður fyrir þingið fljótlega geta fórnarlömb misréttis á Breiðavíkurheimilinu, Heyrnleysingjaskólanum og fleiri gömlum opinberum stofnunum sótt fébætur frá ríkinu. Þær verða ákveðnar eftir mat á skaða sem einstakir vistmenn urðu fyrir, en sönnunarbyrðin á að vera minni en gengur og gerist í skaðabótamálum. Það er gleðiefni að stjórnvöld horfist í augu við að hér hafi verið stofnanir sem ollu miklum skaða. Þar vegur þyngst „viðurkenningin sem í þessu felst fyrir fórnarlömbin, á aðstæðum þeirra og misréttinu sem þau máttu þola", eins og Bárður Ragnar Jónsson hefur sagt. Það má þó gera athugasemdir við leiðina sem farin er að því að leysa þetta óhugnanlega mál vegna þess að hún gæti haft í för með sér viðbótarniðurlægingu fyrir þá sem á nú loksins að sýna fullan sóma og ólíklegt er að með þessu takist að ljúka málinu. Hins vegar eru færar leiðir sem gætu orðið ódýrari og skilað sér í meiri bata fyrir vistmennina fyrrverandi og kerfið í heild sinni. Á Vesturlöndum hafa þróast þrjár meginleiðir til þess að leysa úr deilumálum með formlegum og varanlegum hætti. Því má ekki gleyma að markmiðið er þó alltaf að leysa mál - hið formlega umhverfi er búið til í þeim tilgangi.Auga fyrir augaFyrsta meginreglan er ævaforn: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn - að gjalda líku líkt - sem þýðir að missi maður auga af annars völdum, þá gefur sá sem miskanum olli honum augað úr sér. Þessa reglu er ekki hægt að taka bókstaflega enda hefur verðmæti þess sem eyðileggst ávallt verið metið eftir lögum eða með samningum og bótin greidd samkvæmt því. En þess vegna er athyglin öll á áverkunum í þessari aðferð. Hún er vel þekkt hérlendis úr Íslendingasögunum sem eru fullar af nákvæmum lýsingum á sárum og drápsaðferðum, vegna þess að það var nauðsynlegt að þekkja öll smáatriði meiðslanna svo hægt væri að reikna bæturnar. Þess vegna skipti heldur ekki meginmáli hvort hann varð með ásetningi eða fyrir slysni, því skaðinn var jafnmikill á hvorn veginn sem var. Auðmýkingin sem gat falist í að fá tjónið ekki metið var verri en skaðinn sjálfur og aðalatriði var að gangast við eigin verkum. Það varðaði ekki aðeins heiður þess sem missti einhvers heldur einnig drengskap gerandans. Í sögulegu samhengi Íslendingasagna hefur verið bent á að gallinn við þetta fyrirkomulag var að málaferli gátu dregist á langinn. Óánægja með bætur sem greiddar voru á einum tíma gátu lifað áfram í næstu kynslóð og stundum voru mál tekin upp aftur löngu eftir að þeim átti að vera lokið. Réttarkerfið og samningsleiðinYngri meginregla sem notuð er í vestrænum ríkjum til að ljúka deilumálum gerir ráð fyrir að ákveðin hegðun sé leyfð og önnur bönnuð. Þyki sannað að maður hafi af ásetningi gert það sem er bannað er hann sekur um tiltekið athæfi eða lögbrot. Það er hið opinbera sem verður fyrir „skaða" og það fær sínar bætur þegar hinn tekur út refsingu sem er innan fyrirfram ákveðins ramma. Refsingin er jafnframt öðrum til viðvörunar og á að stuðla að því að hinn brotlegi bæti ráð sitt. Í slíku kerfi er athyglin annars vegar á því hvort og hvaða brot hefur verið framið, en hins vegar hvort um sé að ræða ásetning. Þyki sannað að ásetningur hafi ekki verið fyrir hendi er refsingin mildari eða jafnvel kemur til sýknu, en hafi brotið komið til vegna gáleysis getur það verið saknæmt í sjálfu sér. Kerfin tvö eru skyld og aðgreining milli þeirra er ekki einhlít. Í stórum dráttum þróuðust þessar tvær meginreglur þó í opinber sakamál og refsirétt annars vegar en einkamál, skaðabótarétt og tryggingar hins vegar. Í þriðja lagi hefur alltaf verið til sú leið að semja um endanlega lausn á deilum, oft með milligöngu þriðja aðila. Þá gangast báðir aðilar inn á það fyrirfram að lausnin verði bindandi, vandinn felst í því að finna nálgun sem báðir aðilar sætta sig við. Ólíkleg sáttaleiðEftir fréttum að dæma hefur hið opinbera nú komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipulagi stofnananna sem um ræðir, að þær hafi beinlínis unnið gegn þeim markmiðum sem þeim voru sett. Leiðin sem valin er til að ljúka málum virðist vera hin gamla aðferð, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn; ef þú getur sýnt mér nákvæmlega hvar og hvernig hvernig þinn skaði er borga ég þér jafngildi þess. Þessi leið þýðir að allir sem hafa dvalið á slíkum heimilum þurfa að auðmýkja sig með því að tilgreina skilmerkilega þann miska sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Þá verður ekki aðeins sóað tíma og peningum í að rifja upp vondar minningar, heldur verða þeir neyddir til að skilgreina sig sem ónýtt fólk - allt í því skyni að ríkið getið talið ofan í þá krónur fyrir skaða sem það er í raun búið að taka ábyrgð á. Þetta verður langdregið og vont og margir verða ósáttir við útkomuna, vegna þess að það er innbyggt í þetta ferli að sá sem heldur utan um peningana þrætir, rengir og andmælir þeim sem sækja. Það leiðir til þess að hið opinbera fer óviljandi að verja aðferðafræði hinna gömlu barnaheimila sem það vill samt sem áður fordæma. Málaferlin verða dýr í peningum talið og bjóða heim þeirri hættu að um ófyrirséðan tíma haldi þetta gamla óréttlæti áfram að hvíla á einstaklingum og ríkinu. Hið besta úr þremur leiðumSkynsamlegra væri að nota hið besta úr þeim þremur leiðum sem eru fyrir hendi til að klára málið. Með frumvarpinu og afsökunarbeiðni forsætisráðherra hefur ríkið játað sök, sem af umræðunni má skilja að sé á því að hafa af gáleysi rekið skaðvænlegar stofnanir vegna þess að hugmyndafræðin og aðferðafræðin var slæm, að hafa beitt ófaglegum aðferðum við mannaráðningar og ekki sinnt eftirlitsskyldu og rannsóknum á afleiðingum og árangri. Í ljósi þessarar almennu sektar ríkisins gagnvart öllum þeim sem settir voru á stofnanirnar legg ég til að samið verði í eitt skipti fyrir öll um að ríkið greiði öllum sem voru vistaðir þar sömu bætur. Fjárupphæðin yrði líklega hærri en nú er gert ráð fyrir, en engu fé yrði sóað í málaferli og lögfræðinga á síðari stigum - bæði hið opinbera og þeir sem fá bæturnar myndu líklega græða. Með því að standa við játninguna og viðurkenna afglöpin í heild sinni sýndi ríkið drengskap og fyrrverandi vistmönnum heimilanna væri sýnd sú virðing sem sóst er eftir. Það sem meira er um vert er að þannig má ljúka þrautagöngu vistmannanna í stað þess að lengja hana og staðfesta til lífstíðar með því að þvinga þá til að eyða tíma í að lýsa smáatriðum misþyrminga og skilgreina sig sem fórnarlömb og skemmt fólk - að öðrum kosti telji ríkið sig í rétti! Það er hægt að ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Málaflokkurinn endurskoðaðurSkilgreining á mistökum ríkisins ætti að þrýsta á að málaflokkurinn og undirstöður hans verði rannsakaðar og endurskoðaðar, jafnvel þótt langt sé um liðið. Með þessari aðferð kemur auk þess ekki til þess að undirstöðuatriði réttarkerfisins um sönnunarbyrði verði beygð til þess að ná fram tilteknum árangri í einstöku máli, sem er raunar stórhættulegt í réttarríki og vafasamt að standist nokkur viðmið laga eða stjórnarskrár. Höfundur er sagnfræðingur með sérhæfingu á sviði hugmynda um glæp og refsingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Lára Magnúsardóttir skrifar um sanngirnisbætur. Samkvæmt frumvarpi um „sanngirnisbætur" sem lagt verður fyrir þingið fljótlega geta fórnarlömb misréttis á Breiðavíkurheimilinu, Heyrnleysingjaskólanum og fleiri gömlum opinberum stofnunum sótt fébætur frá ríkinu. Þær verða ákveðnar eftir mat á skaða sem einstakir vistmenn urðu fyrir, en sönnunarbyrðin á að vera minni en gengur og gerist í skaðabótamálum. Það er gleðiefni að stjórnvöld horfist í augu við að hér hafi verið stofnanir sem ollu miklum skaða. Þar vegur þyngst „viðurkenningin sem í þessu felst fyrir fórnarlömbin, á aðstæðum þeirra og misréttinu sem þau máttu þola", eins og Bárður Ragnar Jónsson hefur sagt. Það má þó gera athugasemdir við leiðina sem farin er að því að leysa þetta óhugnanlega mál vegna þess að hún gæti haft í för með sér viðbótarniðurlægingu fyrir þá sem á nú loksins að sýna fullan sóma og ólíklegt er að með þessu takist að ljúka málinu. Hins vegar eru færar leiðir sem gætu orðið ódýrari og skilað sér í meiri bata fyrir vistmennina fyrrverandi og kerfið í heild sinni. Á Vesturlöndum hafa þróast þrjár meginleiðir til þess að leysa úr deilumálum með formlegum og varanlegum hætti. Því má ekki gleyma að markmiðið er þó alltaf að leysa mál - hið formlega umhverfi er búið til í þeim tilgangi.Auga fyrir augaFyrsta meginreglan er ævaforn: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn - að gjalda líku líkt - sem þýðir að missi maður auga af annars völdum, þá gefur sá sem miskanum olli honum augað úr sér. Þessa reglu er ekki hægt að taka bókstaflega enda hefur verðmæti þess sem eyðileggst ávallt verið metið eftir lögum eða með samningum og bótin greidd samkvæmt því. En þess vegna er athyglin öll á áverkunum í þessari aðferð. Hún er vel þekkt hérlendis úr Íslendingasögunum sem eru fullar af nákvæmum lýsingum á sárum og drápsaðferðum, vegna þess að það var nauðsynlegt að þekkja öll smáatriði meiðslanna svo hægt væri að reikna bæturnar. Þess vegna skipti heldur ekki meginmáli hvort hann varð með ásetningi eða fyrir slysni, því skaðinn var jafnmikill á hvorn veginn sem var. Auðmýkingin sem gat falist í að fá tjónið ekki metið var verri en skaðinn sjálfur og aðalatriði var að gangast við eigin verkum. Það varðaði ekki aðeins heiður þess sem missti einhvers heldur einnig drengskap gerandans. Í sögulegu samhengi Íslendingasagna hefur verið bent á að gallinn við þetta fyrirkomulag var að málaferli gátu dregist á langinn. Óánægja með bætur sem greiddar voru á einum tíma gátu lifað áfram í næstu kynslóð og stundum voru mál tekin upp aftur löngu eftir að þeim átti að vera lokið. Réttarkerfið og samningsleiðinYngri meginregla sem notuð er í vestrænum ríkjum til að ljúka deilumálum gerir ráð fyrir að ákveðin hegðun sé leyfð og önnur bönnuð. Þyki sannað að maður hafi af ásetningi gert það sem er bannað er hann sekur um tiltekið athæfi eða lögbrot. Það er hið opinbera sem verður fyrir „skaða" og það fær sínar bætur þegar hinn tekur út refsingu sem er innan fyrirfram ákveðins ramma. Refsingin er jafnframt öðrum til viðvörunar og á að stuðla að því að hinn brotlegi bæti ráð sitt. Í slíku kerfi er athyglin annars vegar á því hvort og hvaða brot hefur verið framið, en hins vegar hvort um sé að ræða ásetning. Þyki sannað að ásetningur hafi ekki verið fyrir hendi er refsingin mildari eða jafnvel kemur til sýknu, en hafi brotið komið til vegna gáleysis getur það verið saknæmt í sjálfu sér. Kerfin tvö eru skyld og aðgreining milli þeirra er ekki einhlít. Í stórum dráttum þróuðust þessar tvær meginreglur þó í opinber sakamál og refsirétt annars vegar en einkamál, skaðabótarétt og tryggingar hins vegar. Í þriðja lagi hefur alltaf verið til sú leið að semja um endanlega lausn á deilum, oft með milligöngu þriðja aðila. Þá gangast báðir aðilar inn á það fyrirfram að lausnin verði bindandi, vandinn felst í því að finna nálgun sem báðir aðilar sætta sig við. Ólíkleg sáttaleiðEftir fréttum að dæma hefur hið opinbera nú komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipulagi stofnananna sem um ræðir, að þær hafi beinlínis unnið gegn þeim markmiðum sem þeim voru sett. Leiðin sem valin er til að ljúka málum virðist vera hin gamla aðferð, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn; ef þú getur sýnt mér nákvæmlega hvar og hvernig hvernig þinn skaði er borga ég þér jafngildi þess. Þessi leið þýðir að allir sem hafa dvalið á slíkum heimilum þurfa að auðmýkja sig með því að tilgreina skilmerkilega þann miska sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Þá verður ekki aðeins sóað tíma og peningum í að rifja upp vondar minningar, heldur verða þeir neyddir til að skilgreina sig sem ónýtt fólk - allt í því skyni að ríkið getið talið ofan í þá krónur fyrir skaða sem það er í raun búið að taka ábyrgð á. Þetta verður langdregið og vont og margir verða ósáttir við útkomuna, vegna þess að það er innbyggt í þetta ferli að sá sem heldur utan um peningana þrætir, rengir og andmælir þeim sem sækja. Það leiðir til þess að hið opinbera fer óviljandi að verja aðferðafræði hinna gömlu barnaheimila sem það vill samt sem áður fordæma. Málaferlin verða dýr í peningum talið og bjóða heim þeirri hættu að um ófyrirséðan tíma haldi þetta gamla óréttlæti áfram að hvíla á einstaklingum og ríkinu. Hið besta úr þremur leiðumSkynsamlegra væri að nota hið besta úr þeim þremur leiðum sem eru fyrir hendi til að klára málið. Með frumvarpinu og afsökunarbeiðni forsætisráðherra hefur ríkið játað sök, sem af umræðunni má skilja að sé á því að hafa af gáleysi rekið skaðvænlegar stofnanir vegna þess að hugmyndafræðin og aðferðafræðin var slæm, að hafa beitt ófaglegum aðferðum við mannaráðningar og ekki sinnt eftirlitsskyldu og rannsóknum á afleiðingum og árangri. Í ljósi þessarar almennu sektar ríkisins gagnvart öllum þeim sem settir voru á stofnanirnar legg ég til að samið verði í eitt skipti fyrir öll um að ríkið greiði öllum sem voru vistaðir þar sömu bætur. Fjárupphæðin yrði líklega hærri en nú er gert ráð fyrir, en engu fé yrði sóað í málaferli og lögfræðinga á síðari stigum - bæði hið opinbera og þeir sem fá bæturnar myndu líklega græða. Með því að standa við játninguna og viðurkenna afglöpin í heild sinni sýndi ríkið drengskap og fyrrverandi vistmönnum heimilanna væri sýnd sú virðing sem sóst er eftir. Það sem meira er um vert er að þannig má ljúka þrautagöngu vistmannanna í stað þess að lengja hana og staðfesta til lífstíðar með því að þvinga þá til að eyða tíma í að lýsa smáatriðum misþyrminga og skilgreina sig sem fórnarlömb og skemmt fólk - að öðrum kosti telji ríkið sig í rétti! Það er hægt að ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Málaflokkurinn endurskoðaðurSkilgreining á mistökum ríkisins ætti að þrýsta á að málaflokkurinn og undirstöður hans verði rannsakaðar og endurskoðaðar, jafnvel þótt langt sé um liðið. Með þessari aðferð kemur auk þess ekki til þess að undirstöðuatriði réttarkerfisins um sönnunarbyrði verði beygð til þess að ná fram tilteknum árangri í einstöku máli, sem er raunar stórhættulegt í réttarríki og vafasamt að standist nokkur viðmið laga eða stjórnarskrár. Höfundur er sagnfræðingur með sérhæfingu á sviði hugmynda um glæp og refsingu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun