Innlent

Dagur íslenskrar tungu á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fer víða á morgun. Mynd/ Valli.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fer víða á morgun. Mynd/ Valli.
Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður nú fagnað í fimmtánda sinn. Í skólum landsins og á vegum margra annarra stofnana og samtaka verður dagsins minnst með einhverju móti.

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofnanir í Borgarnesi í tilefni dagsins. Hún fer í Menntaskóla Borgarfjarðar um hádegisbil, ræðir við nemendur og starfsfólk og skoðar sýningu á vegum Grunnskólans í Borgarnesi og menntaskólans. Hún heimsækir leikskólann Klettaborg klukkan hálfþrjú, þá Skallagrímsgarð og íþróttamiðstöðina. Loks verður hátíðardagskrá, öllum opin, í Landnámssetrinu klukkan 17-18.

Mennta- og menningarmálaáðherra veitir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og tvær sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×